Möguleikar í úrslitum 2011: Ástin mín eina

Nú er komið að öðru laginu sem stigur á stokk á laugardaginn. Það er lag Arnars Ástráðssonar, Ástin mín eina í flutningi Ernu Hrannar Ólafsdóttur.

(mynd: mbl.is)

Kostir:

  • Falleg, grípandi melódía og vel samið lag sem hefur allt til brunns að bera.
  • Þrususöngkona sem á eftir að skila mjög góðum flutningi og þaulreyndur Júróvísjon-flytjandi.
  • Erna Hrönn er með mikla útgeislun sem skilar sér vel heim í stofu.

Gallar:

  • Er annað lag á svið, sem hefur verið mjög fatalt í Eurovision-sögunni. Skiptir kannski ekki öllu máli þegar lögin eru bara sjö, en væri vissulega hentugra að vera seinna á svið.
  • Kjóllinn var alls ekki nógu „flattering“ þó að liturinn sé fallegur – spurning hvort skipt verði um búninga fyrir úrslitin?
  • Heildarmyndin gæti orðið dálítið flöt, bakraddir lítt sýnilegar.

Möguleikar alls í Söngvakeppninni: Yfir meðallagi, kannski helst að lagið týnist því að það er svo snemma á kvöldinu. Einnig mikil samkeppni við hina stóru ballöðuna á þessu kvöldi í flutningi Jóhönnu Guðrúnar. 

Möguleikar í Eurovision sjálfri: Gengur eflaust vel og á góða möguleika á að komast áfram í aðalkeppnina, ekki síst á reynslu Ernu Hrannar (sem á eftir að skila aðdáendaatkvæðum).

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s