Úrslitakvöld MGP 2011 í Noregi nk. laugardag!

Á sama tíma og við fáum úr því skorið hver verður sendur/send fyrir Íslands hönd til Þýskalands í vor velja frændur okkar í Noregi líka sitt eftirlætislag. Undankeppnirnar hjá þeim hafa verið á sömu kvöldum og Söngvakeppnin og voru þrjár alls og tvö lög komust áfram á hverju kvöldi. Í gærkvöldi, 5. feb, var Sistesjanse-kvöldið en þá gátu þau lög sem ekki komust áfram á hinum þremur undankvöldunum keppt innbyrðis um tvö laus pláss á lokakvöldinu 12. febrúar nk.

Það er alltaf mjög spennandi fyrir okkur að bera okkur saman við Norðurlöndin þegar kemur að lagavali og utanumhaldi undankeppnanna. Því er ekki að neita að okkar litla Söngvakeppni Sjónvarpsins fölnar ofurlítið í samanburði við MGP, Dansk Melodi Grand Prix í Danmörku og síðast en ekki síst Melodifestivalen í Svíþjóð sem er orðin nokkurs konar menningarstofnun og fleiri Svíar fylgjast með en Eurovision sjálfri.

Nú hefur fyrsta kvöld Melodifestivalen farið fram og enn hefur DMGP ekki verið haldin (hún verður á einu kvöldi þann 26. febrúar nk.) en Norðmenn hafa valið sér alla sína flytjendur með útsláttarkeppni eins og við. Þeirra framlög á lokakvöldinu eru:

  • Helene Bøksle – Vardlokk
  • Åste & Rikke – Not That Easy (Ah-Åh-Ah-Åh)
  • Babel Fish – Depend on Me
  • Hanne Sørvaag – You’re Like a Melody
  • The BlackSheeps – Dance Tonight
  • Stella Mwangi – Haba Haba
  • Sie Gubba – Alt du vil ha
  • The Lucky Bullets – Fire Below

Ef þessi lög eru skoðuð nánar má sjá talsverða fjölbreytni – og mun meiri breidd en í íslensku systurkeppninni! Flytjendur koma héðan og þaðan úr Noregi, ungar stjörnur, eldra fólk o.s.frv. Sviðsmyndin og umgjörðin eru stór og mikil og augljóst að enn eimir eftir af Eurovision-áhuganum frá því í fyrra sem skók Noreg. Metnaður flytjenda og lagahöfunda er einnig auðsjáanlegur því að þó að klassískir euro“schlager“-ar séu inn á milli má heyra ýmsa aðra tónlist og tónlistarstefnur.

Tökum þrjú dæmi af handahófi: Fyrst eru það The Lucky Bullets sem flytja hresst og kátt rokk í anda Jerry Lee Lewis

Annar flytjandi, Stella Mwangi, virðist vera undir áhrifum frá þemalagi HM í fótbolta 2010, jafnvel Jessy Matador (Frakkland 2010):

Þriðji flytjandinn flytur e.t.v. „norskasta“ framlagið á lokakvöldinu – það minnir um margt á álfadans Christine Guldbrandsen frá 2006:

Þetta verður án efa skemmtilegt kvöld fyrir Norðmenn og vandi að spá um hvað verður fyrir valinu!

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Úrslitakvöld MGP 2011 í Noregi nk. laugardag!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s