Söngvakeppnin: Upprifjun laganna í gærkvöldi – og viðtal við okkur :)

Það var áhugavert að fylgjast með upprifjun laganna sjö sem keppa næstkomandi laugardag um að verða valið framlag Ísland 2011. Spilaðar voru upptökur frá undankvöldunum ásamt baksviðsklippum og viðtölum við keppendur eftir flutninginn.

Það getur verið gott að renna aðeins yfir lögin aftur til að mynda sér skoðun á þeim! Við erum enn dálítið óvissar um þessi lög og það hjálpar að nú hefur verið gefin út röð þeirra á svið á laugardaginn kemur, en hún er sú sama og þau stigu á svið í undankeppninni:

1. Ef ég hefði vængi – Haraldur Reynisson

2. Ástin mín eina – Erna Hrönn Ólafsdóttir

3. Nótt – Jóhanna Guðrún Jónsdóttir

4. Eldgos – Matti Matt og Erla Björg Káradóttir

5. Ég lofa – Jógvan Hansen

6. Ég trúi á betra líf – Magni

7. Aftur heim – Hreimur, Vignir, Gunni, Pálmi, Matti og Benni

Einnig tókuð þið, glöggir lesendur, sennilega eftir því að fyrst í útsendingunni í gærkvöldi var spilað viðtal við undirritaðar ritstýrur síðunnar 🙂 Það var gaman að taka þátt í því og þökkum við RÚV fyrir áhugann!

Fyrir ykkur sem misstuð af okkur – og viljið rifja upp lögin – þá er linkur á ruv.is-vefinn hér að neðan:

HÉR MÁ HORFA Á UPPTÖKUNA FRÁ ÞVÍ Í GÆR

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Söngvakeppnin: Upprifjun laganna í gærkvöldi – og viðtal við okkur :)

  1. erla J skrifar:

    Rokkabillí laginu svipar mjög til þessa atriðis, nema að saxafóngellan er sætari í norska laginu!!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s