Gamalt uppáhalds: Huominen Eurooppa

Hildur skrifar:

Í tilefni þess að nú standa undankeppnir yfir víðsvegar um Evrópu langar mig til að skella inn einu gömlu uppáhalds. Þetta lag er frá árinu 1989 og keppti í undankeppninni í Finnlandi það ár en komst því miður ekki í aðalkeppnina, lenti raunar í næst síðasta sæti í undankeppninni. 

Lagið er eftir Gösta Sundqvist, að því virðist farsælan finnskan tónlistarmann sem var í hljómsveit sem aldrei kom fram opinberlega en var samt sem áður mjög þekkt. Gösta þessi, sem lést árið 2003, var skrifaði einnig gamanþætti og var, af því er hægt er að lesa til um hann á Internetinu, vel liðin í heimalandi sínu Finnlandi. Söngkonan sem syngur heitir Tanjalotta Räikkä og hefur eins og heyrist í laginu afar djúpa og sérstæða rödd! Samkvæmt IMDB er hún leikkona og hefur leikið í hinum ýmsu myndum og þáttum í Finnlandi.

Þetta lag er eiginlega of mikil snilld finnst mér og ég mæli með að þið hlustið á það því það er enginn leið að lýsa því almennilega!

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Gamalt uppáhalds: Huominen Eurooppa

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s