Staðan á undankeppnum víðsvegar um Evrópu (II)

Nú er ljóst að sjö íslensk lög keppast um að komast til Þýskalands í vor og kominn tími á að líta á það helsta sem er að gerast í erlendu undankeppnunum:

Hollenska framlagið var valið með pompi og prakt nú um helgina. Búið var að velja (heldri) strákabandið 3J til að flytja en lagið Je Vecht Nooit Alleen varð fyrir valinu með 63,8% atkvæða úr símakosningu og í efsta sæti dómnefndar.

  BBC gaf út um helgina að breska strákabandið (eða fullorðinna stráka?) Blue (munið þið eftir því?) sem var vinsælt um aldamótin muni taka þátt fyrir hönd Bretlands í Düsseldorf í vor. Munu þeir flytja frumsamið lag, I can, sem verður frumflutt síðar. Í fyrsta sinn í langan tíma hefur breskur almenningur ekkert að segja um lagavalið – sem er kannski bara gott því að það hefur sannarlega ekki verið beysið undanfarið! BBC bindur miklar vonir um að hljómsveitin sem kölluð er „internationally successful music act“ muni færa Bretlandi e-ð annað en síðasta sætið í þetta sinn!  Eeehh… ætli þeir séu nokkuð betur á nótunum með 10 ára gamla hljómsveit – sem lítur líka á Eurovision sem skref í átt að fyrri frægð og frama!

   Að lokum má nefna skemmtilega frétt frá frændum okkar Norðmönnum sem eru í óðaönn að velja lög á úrslitakvöldið sitt sem haldið verður sama kvöld og það íslenska, 12. febrúar nk. Þeir hafa verið að ferðast um landið og halda undankvöldin sín í bæjunum Ørland, Florø og Skien. Á þessu ferðalagi hefur alltaf verið notast við sama sviðið, sem hefur verið flutt á milli á vörubíl. Í gærkvöldi var þessu sviði ásamt vörubílspallinum STOLIÐ! Skv. esctoday.com fannst það á Skáni í Svíþjóð seinna um daginn. Einn var handtekinn vegna málsins og má telja fullvíst að hann hefur verið gífurlegur MGP-/Eurovision-aðdáandi því að fáir myndu annars leggja í slíkan þjófnað! 🙂

    (mynd af nrk.no)

    Auglýsingar

    2 athugasemdir við “Staðan á undankeppnum víðsvegar um Evrópu (II)

    1. Hilla skrifar:

     Bretar og Holledningar senda sem sagt heldri strákabönd í ár! Ætli það verðir kannski trendið? ;o)

    2. Anna Ólafsd. skrifar:

     Ég þetta er fínt frá Hollendingum í ár. Breska lagið 2009 var ekki svo slæmt, ég vona bara að Bretarnir verði góðir í ár, en þá er spurning ef þeir vinna hvort þeir verði ekki að biðja aðra um að halda keppnina út af ólynpíuleikunum 2012.
     Ég skoðaði riðilinn sem við keppum í og í raun eru bara fjögur laus sæti, sex eru þegar frátekinn, því þessi lönd eru yfirleitt alltaf inni, Armenía-Georgía-Tyrkland-Rússland-Azerbaídjan-Grikkland.

    Færðu inn athugasemd

    Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

    WordPress.com Logo

    You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

    Twitter picture

    You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

    Facebook photo

    You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

    Google+ photo

    You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

    Tengist við %s