Þrjú lög áfram í úrslit

Þriðja og síðasta undanúrslitakvöldinu í Söngvakeppni Sjónvarpsins er lokið og því ljóst hvaða lög keppa á úrslitakvöldinu sjálfu þann 12. febrúar næst komandi. Í ljósi sérstakra aðstæðna komust þrjú lög áfram úr keppninni á laugardaginn var en það voru lögin Aftur heim eftir Sjonna Brink í flutningi Hreims, Pálma, Benna, Vignis, Gunna og Matta, Ég lofa eftir Vigni Snæ Vigfússon og Jógvan Hansen í flutningi Jógvans og loks Ég trúi á betra líf eftir Hallgrím Óskarsson í flutningi Magna. Þetta þýðir að sjö lög munu keppast um að verða framlag Íslands í Júróvísjon í Düsseldorf í vor.

Lagalistinn fyrir úrslitakvöldið lítur því svona út:

Ef ég hefði vængi eftir Halla Reynis í flutning hans sjálfs.

Ástin mín eina eftir Arnar Ástráðsson í flutningi Ernu Hrannar Ólafsdóttur.

Nótt eftir Maríu Björk og fleiri í flutningi Jóhönnu Guðrúnar.

Eldgos eftir Matthías Stefánsson í flutningi Matta og Erlu Bjargar.

Aftur heim eftir Sjonna Brink í flutningi Hreims, Benna, Matta, Vignis, Gunna og Pálma.

Ég lofa eftir Vigni Snæ Vigfússon og Jógvan Hansen í flutningi Jógvans.

Ég trúi á betra líf eftir Hallgrím Óskarsson í flutningi Magna.

Það má því búast við spennandi og skemmtilegri keppni þann 12. febrúar! En eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá er einn laugardagur á milli þriðja undanúrslitakvöldsins og úrslitana. Í þeim þætti verður ekki keppt í neinu heldur verður skoðað hvað fer fram bakvið tjöldin í keppni sem þessari og við júróvísjonaðdáendur getum komist í allan sannleikan um hvernig þetta fer allt saman fram!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s