Söngvakeppni Sjónvarpsins 2011: Yfirferð laga III

Sáluhjálp eftir Pétur Örn Guðmundsson í flutningi Buffsins
900-9001

Hildur segir:
Buffið býður okkur upp á popplag í rólegri kantinum og það minnir mig svakalega mikið á eitthvað annað lag eða lög þó að ég átti mig alls ekki á því hvaða lög það eru! Ég átta mig ekki alveg á textanum og veit hreinlega ekki hvort Buffið sem er annáluð gleðihljómsveit, sé að gera eitthvað grín eða hvort um er að ræða grafaralvarlega tónsmíð og flutning. Lagið finnst mér ekki sérlega eftirminnilegt þótt það minni mig á annað lag/önnur lög og það er aldrei mjög vænlegt í júróvísjon. Lagið er þó hið fínasta og gæti auðveldlega orðið vinsælt á útvarpsstöðvum landsins. Ég á þó ekki von á því að það komist áfram á úrslitakvöldið en maður veit þó aldrei þegar vinsæl gleðisveit á borð við Buffið flytur!

Eyrún segir:
Pétur Örn á tvö lög í keppninni og hitt var Elísabet sem við höfum fjallað um áður. Mér finnst það mun skárra lag en lagið sem keppir núna á laugardaginn, Sáluhjálp. Nú fær hann fulltingi félaga sinna í Buffinu og það er viss Buff-bragur yfir því, skemmtilegar raddanir o.s.frv. en lagið grípur mig einhvern veginn ekki og ég man aldrei laglínuna! Mér finnst alltaf gaman að hljómsveitaflutningi í Söngvakeppninni en ég býst ekki við því að þetta lag komist áfram á úrslitakvöldið.

Ég lofa eftir Vigni Snæ Vigfússon og Jógvan Hansen í flutningi Jógvans Hansen

900-9002

Hildur segir:
Söngvakeppnin 2011 er sannarlega keppni rólegu laganna því að hér er á ferðinni enn eitt lagið í rólegri kantinum. Lagið er nokkuð lengi að byrja en það er samt sem áður góður stígandi í því og mér finnst útsetningin skemmtileg. Þrátt fyrir það er það jafnvel enn minna eftirminnilegt en Sáluhjálp Buffsins og það er jú ekki alveg það besta í Júróvísjon. Hér gildir það saman og um Sáluhjálpina, lagið er fínt og gæti orðið vinsælt í útvarpi en ég tel ólíklegt að það nái langt í Söngvakeppninni.

Eyrún segir:
Þetta lag er pínulítið sérstakt og útsetningin er skemmtileg, undir áhrifum frá Coldplay og jafnvel Jónsa í Sigurrós. Jógvan flytur vel og ljær því skemmtilegan blæ með örlítið bjagaðri íslensku (en það heyrist varla!) Þetta er klárlega lag sem vex við hverja hlustun og Jógvan er vinsæll flytjandi og ef flutningurinn heppnast fullkomlega á laugardaginn held ég að það sé nokkuð víst að hann fari áfram í úrslitin.

Ég trúi á betra líf eftir Hallgrím Óskarsson í flutningi Magna
900-9003

Hildur segir:
Hallgrímur bíður okkur upp á fallegt lag að sjálfsögðu í rólegri kantinum í stíl við keppnina! Lagið finnst mér afar fallegt og Magni flytur það vel í upptökunni og mun án efa flytja það hnökralaust í sjónvarpssal á morgun. Lagið er með nokkuð grípandi viðlagi en mér finnst millikafli lagsins draga örlítið úr annars góðum stíganda í laginu. En hann er sem betur fer stuttur og lagið nær sér aftur á gott strik en endar svo nokkuð snögglega. Ég spái því að lagið verði í baráttu um að komast í úrslitin.

Eyrún segir:
Enn ein góð ballaðan frá Hallgrími en dálítið rokkaðri en hin lögin á þessu kvöldi – sem er bara gott! Einhvern veginn fer ég strax að hugsa um Eirík Hauksson og Ég les í lófa þínum, en það er kannski bara af því að Magni syngur! Mér finnst þetta mjög gott lag og býst við að flutningurinn verði mjög góður á morgun. Þá er bara spurning hvort þetta fljúgi ekki bara áfram í úrslitin?


Morgunsól eftir Jóhannes Kára Kristinsson í flutningi Georg Alexanders
900-9004

Hildur segir:
Þegar ég heyrði þetta lag fyrst þá byrjaði ég strax að dilla mér og hefði ég ekki vitað betur þá hefði ég haldið að ég hefði heyrt lagið oft áður. Svoleiðis kunnugleiki er oftast mjög góður í Júróvísjon. Lagið er svona hressileg popplag sem batnar bæði þegar líður á það sem og við hlustun. Ég hef aldrei heyrt Georg Alexander syngja live en ef hann gerir það vel spái ég því að hann verði í baráttu við Magna og jafnvel Buffið um að komast í úrslitin.

Eyrún segir:
Mér finnst þetta lag í raun hvorki vera fugl né fiskur… Textinn höfðar engan veginn til mín, einhverra hluta vegna finnst mér fráhrindandi í léttu popplagi að tala um „oss“ og undurfagra storð“ en það er kannski bara smekksatriði! Ég held ekki að lagið eigi eftir að komast áfram, einfaldlega vegna þess að það grípur mig ekki nægilega.

Aftur heim eftir Sigurjón Brink í flutningi Hreims, Pálma, Benna, Matta, Gunna og Vignis
900-9005

Hildur segir:
Þetta er algjörlega uppáhalds lagið mitt í keppninni þetta árið. Lagið er sætt og hlýtt popplag og maður getur ekki annað en brosað og orðið glaður þegar maður hlustar á það. Þó það sé ekki beint júróvísjonlegt þá er einhver stemning í því sem á án efa eftir að fleyta því langt líkt og lagið Waterslide sem Sjonni samdi einmitt og flutti í keppninni í fyrra. Við höfum að sjálfsögðu ekki heyrt það í flutningi þeirra Hreims, Pálma, Benna, Matta, Gunna og Vignis en þrátt fyrir það er ég viss um að lagið þýtur beinustu leið í úrslitin.

Eyrún segir:
Ég er eiginlega sammála því sem Hildur segir um að þetta sé uppáhalds lagið mitt. Kannski af því að Sjonni samdi það og það er undir sterkum Bítlaáhrifum. Laglínan er alla vega afskaplega skemmtileg og falleg. Það hefur heldur enginn farið varhluta af allri umfjölluninni sem sviplegt fráfall Sjonna hefur fengið og spáin fyrir laugardaginn hlýtur því að einhverju leyti að miðast við að þetta lag hefur fengið langtum meiri umfjöllun en önnur í keppninni. Hvort sem það verður því vegna þess hver samdi lagið eða hvernig flutningurinn á sviðinu verður (og hann verður án efa góður!) er ég nokkuð viss um að þetta lag á tryggan sess í úrslitunum!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s