Æfingar fyrir þriðja og síðasta undanúrslitakvöldið

Allt um Júróvísjon heldur áfram að spá í spilin í Söngvakeppni Sjónvarpsins með því að rýna í myndir af fyrstu æfingum laganna sem keppa. Myndirnar er hægt að sjá á vef keppninnar, http://www.ruv.is/songvakeppni, sem og Facebook síðu keppninnar. Á þessum síðum má einnig finna allar upplýsingar um keppnina og heilmikið af skemmtilegu aukaefni!

Sáluhjálp
Lagið er eftir Buffarann og Jesúinn Pétur Örn Guðmundsson og mun Buffið í heild sinni flytja lagið. Buffaranir virðast hressir á æfingunni og það lítur út fyrir að þeir muni hafa hefbunda hljómsveita uppsetning þar sem Pétur mun vera í forgrunni og syngja í míkrafón á statífi en hljómsveitin umkringja hann með hljóðfærum sínum.

Ég lofa
Lagið er eftir Vigni Snæ Vigfússon og Jógvan Hansen en Jógvan mun flytja lagið. Eins og oft áður benda myndirnar til þess að um hefbundna uppsetningu verði að ræða. Jógvan verður í forgrunni og syngur í míkrafón á standi en með honum á sviðinu verða fimm bakraddir sem standa vinstra megin við hann og syngja líka í míkrafón á standi. Á myndum sést glitta í Yasmin Olson og má því búast við að hreyfingarnar verðir útpældar á sviðinu.

Ég trúi á betra líf
Lagið er eftir hinn reynda Söngvakeppnis höfund Hallgrím Óskarsson og mun enginn annar en Magni flytja lagið. Það lýtur út fyrir að Magni muni standa einn og óstuddur á sviðinu á morgun en mun þó hafa míkrafónin í statífi til að styðja sig við ;).

Morgunsól
Morgunsólin er eftir augnlækninn Jóhannes Kára Kristinsson og hinn myndalegi Georg Alexander mun flytja lagið. Allt bendir til þess að Georg muni hafa með nokkrar bakraddir sem munu standa vinstra megin við hann. Georg sjálfur mun hins vegar tilla sér á stól að minnsta kosti til að byrja með í laginu.

Aftur heim
Lagið er eftir Sjonna Brink verður flutt af vinum hans, þeim Hreimi Erni Heimissyni, Vigni Snæ Vigfússyni, Pálma Sigurhjartarsyni, Matthíasi Matthíassyni, Gunnar Ólason og Benedikt Brynleifssyni. Það verður gaman að sjá hvernig þeir munu haga flutningum og hvernig atriðið mun verða útfært á sviðinu.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s