Vilt þú komast til Düsseldorf á aðdáendamiða??

Eins og við höfum fjallað um hér á síðunni er miðasalan á Eurovision 2011 í fullum gangi og meira að segja uppselt í bili á aðalkeppnina!

Við höfum fengið fyrirspurnir um hvernig hægt sé að nálgast miða á keppnina fyrir þá aðdáendur sem misstu af miðasölunni á netinu. Þar sem við berum hag íslenskra Júróvisjón-aðdáenda fyrir brjósti fórum við á stúfana og athuguðum hvar hægt sé að nálgast miða.

Bestu miðarnir til aðdáendaklúbba

Það eru kannski ekki allir sem vita það en LANGbestu miðarnir í salnum á Eurovision-keppninni sjálfri fara sjálfkrafa til opinberra aðdáendaklúbba keppninnar (OGAE). Þetta eru sætin alveg upp við sviðið, sem sjást í sjónvarpinu og þar sem allir eru með fána. Til að fá þessi bestu sæti er því gulltryggt að maður þarf að vera meðlimur í aðdáendaklúbb!

Hvað með íslenskan aðdáendaklúbb?

Eins og sakir standa er ekki opinber/OGAE klúbbur á Íslandi og þess vegna eru engir miðar teknir frá sérstaklega fyrir íslenska aðdáendur. Það er þó þar með sagt að útilokað sé fyrir ykkur þarna úti að nálgast miða/skrá ykkur í aðdáendaklúbb!

OGAE Rest of the World er aðdáendaklúbbur fyrir aðra en þá sem hafa opinberan klúbb í sínu heimalandi. Klúbburinn er staðsettur í Suður-Afríku en tekur við öllum og Íslendingar eru sérstaklega velkomnir!

Hvernig get ég komist í samband við OGAE Rest of the World?

Við hér á síðunni erum í góðu sambandi við Roy, formann Rest of the World, og hann benti okkur á að hver sem væri frá Íslandi gæti haft samband við klúbbinn og gerst meðlimur. Að gerast meðlimur snýst m.a. um að fá svokallað OGAE-meðlimakort. Að sögn Roy hverfist öryggisgæslan í Þýskalandi í vor um að fylgjast með þessum kortum. Á þeim er mynd af viðkomandi og persónuupplýsingar (nafn, þjóðerni). Hægt er að sækja um kort með því að senda tölvupóst með passamynd til Roys eða aðdáendaklúbbsins. Meðlimakortið sjálft kostar 1 evru.

Eru enn til miðar á keppnina í Düsseldorf í maí?

Sem fyrr segir eru teknir frá miðar fyrir aðdáendaklúbbana. Hins vegar hefur gengi landa og þjóða oft áhrif á áhuga aðdáenda að sækja keppnirnar, t.d. hafa breskir og franskir aðdáendur sóst í minna mæli eftir miðum. Þetta þýðir að það eru alltaf einhverjir miðar afgangs! Hægt er að komast á biðlista eftir miðum hjá OGAE Rest of the World en til þess þarf að gerast meðlimur fyrst – og fá meðlimakort!

Hvað kosta miðar á keppnina fyrir aðdáendur?

Að sögn Roy er verðið fyrir 1. Semi-Final, 2. Semi-Final og lokakeppnina 256 evrur, eða um 40 þúsund íslenskar krónur! Það verður að teljast afbragðsverð fyrir þrjú kvöld í bestu sætum hússins!

– Vonandi svarar þetta einhverjum spurningum sem þið hafið um hvernig eigi að nálgast miða!

Ef ekki, endilega hafið samband við okkur á netfangið eurovisioneurovision[at]gmail.com

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Vilt þú komast til Düsseldorf á aðdáendamiða??

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s