Flytjendur 2011: Magni Ásgeirsson

Magni Ásgeirsson: Ég trúi á betra líf (lag: Hallgrímur Óskarsson)

(mynd: ruv.is/songvakeppni)

Fullt nafn?

„Guðmundur Magni Ásgeirsson“.

Hver er uppáhalds Eurovision-flytjandinn þinn og af hverju?

„Ég þekki svo marga af þessum íslensku að þetta er næstum óþægileg spurning en ef ég þyrfti að velja segði ég Birgitta vegna þess að hún komst ofarlega og stóð sig frábærlega vel. Af erlendum segi ég bara ABBA einfaldlega vegna þess að það er ein af áhrifamestu poppsveitum allra tíma.“

Hvert er eftirminnilegasta lagið/atriðið úr Söngvakeppninni í gegnum tíðina?

„Ætli það sé ekki Húbba húlle sem er búið að vera lengst fast í hausnum á mér – ég veit ekki einu sinni hvað land það var enda er mér gjörsamlega sama – lagið var samt skemmtilegt í minningunni :)- “

Hverju mega áhorfendur eiga von á á laugardag (t.d. sprengjur eða fiðlukonsert)?

„Mér að gera mitt besta við að flytja lag og texta. Ég er ekkert of gefinn fyrir sprengjur“

Geturðu lýst Söngvakeppni Sjónvarpsins í fimm orðum?

„Í gangi núna á RÚV… hehe “

Ef þú værir lag, ættirðu erindi í Júróvisjón?

„Það er alltaf gaman að sjá lög í júró sem eru ekki „júró-lög“ þannig að svarið yrði „já“! “

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s