Flytjendur 2011: Pétur Örn (og Buffið)

Við höldum áfram að heyra örstutt í flytjendum í Söngvakeppni sjónvarpsins. Nú er komið að Pétri Erni sem steig á stokk fyrsta undanúrslitakvöldið og mun syngja eigið lag með Buffinu á laugardaginn kemur. Við hvetjum ykkur eindregið til að hlusta á saxafónsólóið í gríska laginu sem Pétur nefnir hér að neðan!

Pétur Örn og Buffið: Sáluhjálp (lag: Pétur Örn Guðmundsson)


(mynd: ruv.is/songvakeppni)

Fullt nafn?
Pétur Örn Guðmundsson

Hver er uppáhalds Eurovision-flytjandinn þinn og af hverju?
Kristján Gíslason því hann er með svo suðræna og seiðandi rödd.

Hvert er eftirminnilegasta lagið/atriðið úr Söngvakeppninni í gegnum tíðina? Saxófón-sólóið hjá gríska laginu árið 1991.

Hverju mega áhorfendur eiga von á á laugardag? Það verður einlægni og krúttlegheit með stórri skvettu af sönggleði.

Geturðu lýst Söngvakeppni Sjónvarpsins í fimm orðum?
Vonir, væntingar, viðlög, víðómur og víólur.

Ef þú værir lag, um hvað myndirðu fjalla?
Ég myndi fjalla um tvo ketti sem leggja af stað í langferð og lenda í galsafengnum ævintýrum, villast en ástin færir þá loks heim….til mín.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Flytjendur 2011: Pétur Örn (og Buffið)

  1. erla J skrifar:

    Haha, er búin að vera að leita að þessu saxafónsólói. Aðeins og gott/slæmt 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s