Höfundafjölbreytni

Höfundar laganna í Söngvakeppni sjónvarpsins koma úr ýmsum áttum og hafa síst allir atvinnu af tónlistarsköpun sinni. Við höfum áður sagt frá höfundum úr öllum áttum á fyrsta undanúrslitakvöldinu en á laugardaginn var og á laugardaginn kemur má einnig sjá fjöldbreytnina meðal höfunda.

Á laugardaginn var mátti til dæmis heyra lög eftir forleggjarann Tómas Hermannsson, athafnakonuna Maríu Björk, viðskiptafræðinginn Albert Jónsson, tónlistarkennarann og fiðluleikarann Matthías Stefánsson og hönnuðinn Jakob Jóhannsson.  Núna á laugardaginn kennir áfram ýmissa grasa í höfundaflórunni. Til að mynda er lagið Morgunsól eftir augnlækninn Jóhannes Kára Kristinsson og Ég trúi á betra líf eftir viðskiptafræðinginn Hallgrím Óskarsson. Lagið Ég lofa er svo eftir hárgreiðslumanninn  Jógvan Hansen og tónlistarmanninn Vigni Snæ Vigfússon.  Síðustu tvö lögin sem keppa á laugardaginn eru þó eftir tónlistarmenn, þá Sjonna Brink og Pétur Örn Guðmundsson.

Nokkrir þessara höfunda hafa þó komið áður við sögu í Söngvakeppninni þrátt fyrir að vera ekki atvinnutónlistarmenn. Þar á líklega Hallgrímur Óskarsson vinninginn en hann hefur í heildina keppt fjórum sinnum í Söngvakeppni sjónvarpsins og þar af borið sigur úr bítum einu sinni. Það var árið 2003 þegar Birgitta Haukdal flutti lagið Open your heart. Jóhannes Kári Kristinsson hefur einnig tekið þátt áður sem og Albert Jónsson og Tómas Hermannson.

Við minnum svo á að það er kominn mánudagur og þá er hægt að hlusta á þau fimm lög sem keppa á laugardaginn kemur á vef keppninnar http://www.ruv.is/songvakeppni!

2 athugasemdir við “Höfundafjölbreytni

  1. Anna Ólafsd. skrifar:

    Einn af Höfundum lagsins „Ég trúi á betra líf“ með Magna er Gerard James Borg frá Möltu. Hann hefur átt fimm framlög Maltverja 2000-2002-2004-2007 og 2008. Hann var líka meðhöfundur „I Wanna Manicure“ með Hara systrum 2008. Hann á fjögur lög í maltnesku keppninni og eitt á Spáni í ár.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s