Lögin á þriðja undanúrlistakvöldi

Það kom líklega fáum á óvart að Jóhanna Guðrún komst áfram í úrslitin í Söngvakeppni sjónvarpsins á laugardaginn var með lag Maríu Bjarkar, Nótt. Auk Jóhönnu komust þeir Mattar, Mattíhas Matthíasson og Matthías Stefánsson, félagar úr Pöpum, áfram með lagið Eldgos. Allt um Júróvísjon óskar þeim innilega til hamingju með árangurinn.

Nú er einnig komið í ljós hverjir flytja síðustu lögin fimm sem keppa á þriðja og síðasta undanúrslitakvöldin. Eins og kom fram í þættinum í gærkvöldi hefur fjölskylda Sjonna Brink ákveðið að halda laginu hans við texta eiginkonu sinnar, Þórunnar Ernu Clausen, inni í keppninni og munu vinir hans flytja lagið sem heitir Aftur heim. Önnur lög í keppninni á laugardaginn kemur eru:

Morgunsól eftir Jóhannes Kára Kristinsson í flutningi Georgs Alexanders.

Ég trúi á betra líf eftir Hallgrím Óskarsson í flutningi Magna.

Ég lofa eftir Vigni Snæ Vigfússon og Jógvan Hansen í flutningi Jógvans.

Sáluhjálp eftir Pétur Örn Guðmundsson í flutningi hljómsveitarinnar Buff.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s