Söngvakeppni Sjónvarpsins 2011: Yfirferð laga II

Við látum okkur ekki nægja að fjalla bara um Söngvakeppni sjónvarpsins og flytjendur heldur ætlum við, líkt og áður, að setja fram pælingar okkar um lögin sem keppa þetta árið og reyna að leggja mat á hver þeirra komist áfram á úrslitakvöldið.

Hér er umfjöllun um þau fimm lög sem keppa á öðru undanúrslitakvöldinu núna á laugardaginn:

Nótt eftir Maríu Björk Sverrisdóttur, Marcus Frenell og Beatrice Eriksson í flutningi Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur
900-9001

Eyrún segir: Jóhanna Guðrún er mætt aftur! Nú syngur hún ballöðuna Nótt (eða „Þú ert sú minning“) sem samin er m.a. af Svíunum Frenell og Eriksson sem eru velþekktir söngvarar og lagahöfundar. Það ljær laginu örlítið ABBA-legan blæ sem mér finnst bara heimilislegt (enda mikill ABBA-fan!). Lagið finnst mér venjast betur en Is it true? á sínum tíma. Flutningurinn er náttúrulega afskaplega góður – efast nokkur um það? Þeir erlendu aðdáendur (og íslenskir) sem við höfum heyrt í eru að tapa sér yfir þessu lagi! Ég tel mjög líklegt að Jóhanna fari áfram í úrslitin, en vil ekki fullyrða neitt frekar. Við eigum náttúrulega eftir að heyra 5 lög í næstu viku…

Hildur segir:
Jóhanna er mætt á ný með ballöðu í Söngvakeppni sjónvarpsins. Ég hafði miklar skoðanir á Is it true á sínum tíma, fannst það fyrst mjög leiðinlegt og síðar frábært og það er enn eitt af mínum uppáhalds júróvísjonlögum. Í mínum huga  er Nótt jafnvel enn óminnistæðari ballaða en Is it true var á sínum tíma. Eins finnst mér einhvern vegin eins og lagið eða hreinlega tónhæðin passi ekki alveg rödd Jóhönnu Guðrúnar. Ég er hins vegar alveg viss um að Jóhanna fari alla leið á úrslitakvöldið en hvort hún fer alla leið til Düsseldorf kemur í ljós síðar!

Segðu mér eftir Jakob Jóhannsson í flutningi Bryndísar Ásmundsdóttur
900-9002

Eyrún segir: Ég hef hlustað nokkuð á þetta lag, en það nær mér einhvern veginn ekki. Röddin hennar Bryndísar er stór og flott en nýtur sín alls ekki nóg í laglínunni, og á köflum er eins og þetta sé hreinlega of djúpt fyrir hana! Býst svo sem ekki við miklu af því en flutningurinn á laugardaginn hefur eflaust mikið að segja.

Hildur segir:
Þetta er nú meiri ballöðu keppninn því hér er enn ein ballaðan mætt! Mér finnst gaman að því að fá Bryndísi Ásmunds loksins í Söngvakeppnina. Lagið finnst mér hins vegar alls ekki sérlega skemmtilegt og ég hef ekki getað muna hvernig það hljómar á milli þess sem ég heyrir það. Hér finnst mér einnig örlítið eins og lagið passi rödd Bryndísar ekki en það kemur í ljós í flutningi á sivðinu hvort það sér raunverulegt. Ég spái Bryndís þó ekki áfram.


Þessi þrá eftir Albert G. Jónsson í flutningi Kristjáns Gíslasonar og Íslenzku sveitarinnar
900-9003

Eyrún segir: Ég myndi segja að næsta laugardag væri kvöld „hermikrákanna“ (sjá einnig lagið Beint á ská). Lagið Þessi þrá finnst mér nefnilega vera nánast alveg eins og danska lagið frá því í fyrra, In a moment like this! Hljómur radda Kristjáns og Lísu saman er í það minnsta afar líkur og miðjukaflinn nokkuð svipaður. Ég hef ekki komist yfir þetta þó að ég hafi hlustað nokkrum sinnum á lagið og finnst það þess vegna ekki alveg nógu frambærilegt – svo skulum við sjá hvernig það verður á laugardaginn!

Hildur segir:
Ég tek undir með Eyrúnu, þetta lag er mikil stæling á framlagi Dana í Júróvísjon í fyrra. Ég er þó alveg 100% viss um að Kristján verði líflegri á sviðinu en N’evergreen var á sviðinu í Osló. Mér finnst þetta lag hvorki fulg né fiskur en miðað við hvað danska lagið í fyrra fór vel í Íslendinga þá gætu þau alveg átt möguleika á að komast áfram.Beint á ská eftir Tómas Hermannsson og Orra Harðarson í flutningi Rakelar Mjallar Leifsdóttur
900-9004

Eyrún segir: Annað hermikrákulag (sjá lagið Þessi þrá). Þetta hljómar ofsalega eins og lag frá The Cardigans, ljúft og áreynslulaust. Rakel söngkona hljómsveitarinnar Útidúr hefur vissulega öðruvísi rödd en Nina Persson og skemmtilegast við þennan flutning á laugardag verður að sjá hvernig hún stendur sig. Lagið finnst mér hins vegar ekkert sérstakt. Það gæti þó komið á óvart og líkurnar á því að það fari áfram í úrslit eru nokkuð góðar!

Hildur segir:
Beint á ská er hugljúft popplag sem minnir réttilega á Cardigans eins og Eyrún nefnir. Það er þó með þetta lag líkt og lagið Segðu mér að ég get ekki munað hvernig það hljómar á milli þess sem ég heyri það. Ég held að þetta verði góður og krúttlegur flutningur á laugardaginn en á ekki von að lagið fari áfram á úrslitakvöldið.


Eldgos eftir Matthías Stefánsson í flutningi Matthíasar Matthíassonar og Erlu Bjargar Káradóttur
900-9005

Eyrún segir: Hvað skal segja? Þetta lag er tryllt, svo ekki sé meira sagt… Ég held samt í alvörunni að mér fyndist það ekki eins slakt ef heitið „Eyjafjallajökull“ kæmi ekki fyrir í því!! Óperukaflann skil ég ekki, nema fyrir dramatískar sakir. Flutningurinn á laugardaginn verður algjörlega nauðsynlegur til að meta í alvöru hvernig þetta lag er (útvarpshlustun er ekki nóg). Þetta er annaðhvort Skelfing eða Snilld!

Hildur segir:
Skelfing eða snilld???? Ég get engan vegin áttað mig á því. Þetta er eitt það trylltasta lag sem ég hef heyrt um ævina og líka með skrítnari lögum sem ég hef heyrt. Ég finn hvernig eldgosið magnast og nær hágmarki í óperukaflanum en get engan vegin komið mér niður á einhverja skoðun á þessu lagi. Ég hef þó lúmskan grun um að það komist áfram í úrslitin svona bara fyrir það að vera allt öðurvísi en allt annað!

2 athugasemdir við “Söngvakeppni Sjónvarpsins 2011: Yfirferð laga II

  1. Stefán Þór skrifar:

    Ég ætla að fá að segja það enn og aftur þótt það hafi farið illa í keppanda í kvöld JÓHANNA RÚSTAR ÞESSU!!!!!!!!!!

  2. Hlíf skrifar:

    Beint á ská finnst mér langbesta lagið í kvöld:) Kannski af því að ég fíla the Cardigans. Maður þarf samt að sjá öll lögin á sviðinu til að átta sig á því hvernig þau koma út. Sammála flestu sem þið segið hér að ofan. Finnst lagið hennar Jóhönnu ekki nógu gott, of klisjukennt eitthvað, en hún er samt ofsalega góður flytjandi.

    Ég giska á að Jóhanna fari áfram og vona að Beint á ská fari líka áfram.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s