Flytjendur 2011: Kristján og Lísa

Kristján Gísla og Íslenzka sveitin: Þessi þrá (lag: Albert G. Jónsson)

(Mynd: ruv.is/songvakeppni)

Fullt nafn?
Guðrún Lísa Einarsdóttir

Hver er uppáhalds Eurovision-flytjandinn þinn og af hverju?
Ég held að minn uppáhalds íslenski Eurovision flytjandi sé Páll Óskar. Hann sjokkeraði og hristi dálítið upp í keppninni. Þar á eftir kemur Selma en ég man ennþá hvar ég var þegar hún kom okkur í 2.sætið. Það var rosaleg tilfinning sem gleymist seint enda framúrskarandi árangur hjá henni. Ég á held ég ennþá póstkort með mynd af henni á og áritun frá því 1999. Spurning hvort það sé ekki hægt að fá einhvern pening fyrir það í dag 😉

Hvert er eftirminnilegasta lagið/atriðið úr Söngvakeppninni í gegnum tíðina?
Ef við tölum um árangur Íslands í keppninni þá er það Selma. Við höfðum aldrei fyrr náð svona langt í keppninni og á tímabili leit það út fyrir að við værum búin að vinna. Annars situr Ruslana alltaf dálítið í mér. Ég er nú bara 25 ára svo ég upplifði ekki þessi „Golden moments“ eins og þeir sem eldri eru. Þá er ég að tala um ABBA, Bobbysocks og allt það sem hefur lifað vel eftir keppnina. Keppnin hefur svona síðustu árin einkennst mikið af ótrúlegum látalátum og grunnum júrópopp lögum (auðvitað ekki þessu íslensku) þó svo það sé eitt og eitt lag inn á milli sem grípur mann.  Nú ef við tölum um Söngvakeppni Sjónvarpsins hérna heima þá á Regína Ósk vinninginn. Ég er ennþá dolfallin yfir „flautu“ tónunum hennar.

Hverju mega áhorfendur eiga von á á laugardag?
Á laugardaginn eiga áhorfendur von á lagi með fallegum texta og skemmtilegri melódíu sem vonandi grípur sem flesta. Hvort það verða einhverjar konfettí sprengjur eða slíkt þá held ég að Silvía Nótt hafi klárað allt slíkt budget á sínum tíma.

Geturðu lýst Söngvakeppni Sjónvarpsins í fimm orðum?
Glamúr, gleði, brúnkusprautun, kjánahrollur, ánægja

Ef þú værir lag, ættirðu erindi í Júróvísjon?
Klárlega 😉

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s