Uppáhalds: Lúxemborg 1987

Lúxemborg er eitt af stórveldunum í hinni gömlu Eurovision og tók þátt frá upphafi og til ársins 1993, með eins árs undantekningu (1959). Fjórum sinnum bar þjóðin sigur úr býtum en þrisvar sinnum rak hún lestina.

Uppáhaldið í dag er framlag Lúxemborgar árið 1987. Flytjandinn kallaði sig Plastic Bertrand en hét í raun Roger Allen François Jouret. Hann er belgískur tónlistarmaður, lagahöfundur og pródúser og í seinni tíð þekktur kynnir í sjónvarpi. Hann er þekktastur fyrir „one hit wonder“-inn sinn frá árinu 1977 Ça plane pour moi. Íslendingar þekkja þetta lag mætavel við texta og flutning Hemma Gunn (Einn dans við mig)!!

Lagið sem Plastic Bertrand flutti í Eurovision var skólabókardæmi um „skæslegt“ 80’s popp, Amour, Amour. Laginu gekk hins vegar ekkert alltof vel, fékk aðeins 4 stig og lenti í 21. sæti. En ekki er hægt að segja annað en að myndbandið sé tær snilld! Allt við það er 80’s: lagið, búningarnir, hreyfingarnar… Vil benda lesendum á bleikasta jakka sem um getur í Eurovision!! (Hann er meira að segja jafnbleikur og lógóið okkar hérna á síðunni) 🙂

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Uppáhalds: Lúxemborg 1987

  1. Hlíf skrifar:

    p.s. ég elska orðið „skæslegur“, hef einmitt reynt að nota það reglulega upp á síðkastið:)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s