Æfingar fyrir annað undanúrslitakvöld hafnar

Æfingar eru hafnar fyrir annað undanúrslitakvöldið núna á laugardaginn. Að venju rýnir Allt um Júróvísjon í myndirnar og spegúlerar við hverju má búast á sviðinu á laugardaginn! Á öllum myndunum er fallega grænn bakgrunnur. Hvort það er leyndur umhverfisáróður eða algjör tilviljun skal látið kjurt liggja!

Myndirnar sem hér birtast eru fengnar af facebooksíðu Söngvakeppni sjónvarpsins en fleiri myndir má sjá á vef keppninnar, http://www.ruv.is/songvakeppni.

Eldgos
Eldgosfólkið Matti og Erla Björg stíga síðust á svið á laugardaginn. Af æfingamyndum að dæma verða þau þrjú á sviðinu og er ekki alveg ljóst hvaða hlutverki þriðja manneskjan gegnir á sviðinu. Sést hún t.d. með undarlegan svip á einni mynd.  Það er því ekki nokkur leið að spá hvað verður boðið upp á á sviðinu í eldgosinu!

Beint á ská
Í laginu Beint á ská verður lítið sem kemur á óvart ef eitthvað má marka myndir af fyrstu æfingu. Rakel verður fremst á sviðinu með tvær bakraddir hægra megin við sig. Rakel syngur af innlifun á myndunum og er brosmild ásamt bakröddunum sínum. Það á því búast við brosmildu atriði á laugardaginn frá þeim!

Nótt
Jóhanna Guðrún mun stíga fyrst á svið á laugardaginn og mun hafa þrjár bakraddir sér til halds og trausts sem standa hægra megin við hana. Vinstra megin mun standa gítarleikari. Jóhanna er að sjálfsögðu sjálf í forgrunni og má því segja að búast megi við nokkuð dæmigerða ballöðuuppsetningu. Á myndunum glittir í Yasmin Olsen og má því  gera ráð fyrir að hreyfingarnar verði vel skipulagðar.

Segðu mér
Enn má gera ráð fyrir nokkuð hefbundinni uppsetningu! Hér er Bryndís í forgrunni með fimm bakraddir sem allar syngja í míkrafóna á standi vinstra megin við Bryndísi. Á nokkrum myndum má greina örlítið sprell en er þó alls óvíst hvort það verði hluti af atriðinu!

Þessi þrá
Hér virðist vera að Kristján muni hefja sönginn einn fremst á sviðinu en Lísa byrja á því að standa fyrir aftan og syngja í míkrafón á standi. Þegar líða tekur á lagið mun hún þó stíga fram og syngja við hlið Kristjáns. Með þeim á sviðinu verða að því virðist þrír hljóðfæraleikarar en á hvaða hljóðfæri þeir munu spila á er ekki ljóst af myndum!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s