Flytjendur 2011: Matti og Erla Björg

Matti og Erla Björg – Eldgos (lag: Matthías Stefánsson)

(Mynd: ruv.is/songvakeppni)

Fullt nafn:
Matthías Matthíasson

Erla Björg Káradóttir

Hver er uppáhalds Eurovision-flytjandinn þinn og af hverju?
Matti:
Uppáhalds Eurovision flytjandinn minn er Johnny Logan frá 1980 Whats
another year.
Erla: Verð ég ekki að segja Halla Margrét því hún er óperusöngkona ;O). Það var líka fyrsta keppnin sem ég fylgdist með af alvöru og ég var alveg viss um að við myndum vinna.

Hvert er eftirminnilegasta lagið/atriðið úr Söngvakeppninni í gegnum tíðina?
Erla:
Sólarsambann er eftirminnilegust, mér fannst hún ótrúlega töff.

Hverju mega áhorfendur eiga von á á laugardag?
Matti:
Áhorfendur mega búast við eldgosi á sviðinu.
Erla: Áhorfendur mega eiga von á miklum krafti og öfgum eins og í náttúrunni sjálfri á laugardaginn.

Geturðu lýst Söngvakeppni Sjónvarpsins í fimm orðum?
Matti:
Skemmtilegt, misfrumleg, vinsæl, óvinsæl og fríkuð.
Erla:  Gleði, gaman, sameining, nett hallærisleg og skiptar skoðanir.

Ef þú værir lag, ættirðu erindi í Júróvísjon? 🙂
Matti:
Það fer eftir því hvort dramatískt eða skemmtilegt á betur við. Ég myndi telja að ég væri Eurovisionlag ef þetta á að vera skemmtileg keppni ;o).
Erla: Já, ekki spurning!

Matti og Erla: Kjósið okkur á laugardaginn og við skulum dreyfa eldgosinu um alla Evrópu.

Uppfært: Við viljum benda lesendum á viðtal vefsíðunnar ESC Daily við Erlu Björg um þátttöku hennar í Söngvakeppninni!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s