Ísland keppir á fyrra undankvöldinu 10. maí!

Í dag var dregið í undanriðlana tvo fyrir aðalkeppnina í maí (Semi-Final Allocation Draw). Það er alltaf dálítið spennandi að sjá á hvorum degi Ísland lendir – og með hvaða þjóðum!

Líkt og undanfarin ár var þjóðunum sem keppast um að komast í aðalkeppnina á laugardeginum 14. maí, skipt í „kosningapotta“ eða nokkurs konar bandalög eftir því mynstri sem viðkomandi hefur kosið og í ár var farið eftir mynstrinu í keppninni 2010. Þetta er að sjálfsögðu pólitíkin að segja til sín og sjálfsagt að taka nokkuð mark á þessu.

Út frá kosningunni í fyrra hefur Ísland verið sett í hóp með hinum Norðurlöndunum (Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi) en að auki er Eistland með í pottinum. Þetta er örlítil breyting frá þessu bandalagi frá því í fyrra en þá voru hin Eystrasaltslöndin (Lettland og Litháen) með í pottinum – og Noregur kaus ekki á sama kvöldi og Ísland!

Svona er þá skiptingin á undankvöldunum (tekið af eurovision.tv)

Undanriðill 1 (10. maí 2011) Undanriðill 2 (12. maí 2011)
Fyrri hluti (1.-10. lag á svið) Fyrri hluti (1.-10. lag á svið)
Albanía Holland
Finnland Bosnía Hersegóvína
Armenía Úkraína
Sviss Kýpur
Noregur Austurríki
Georgía Svíþjóð
Tyrkland Moldavía
Serbía Belgía
Rússland Slóvakía
Pólland
Seinni hluti (10.-19. lag á svið)
Seinni hluti (11.-19. lag á svið) Ísrael
Króatía Makedónía
Azerbaídjan Danmörk
Litháen Hvíta-Rússland
Ungverjaland Búlgaría
Malta Lettland
San Marinó Eistland
ÍSLAND Rúmenía
Grikkland Slóvenía
Portúgal Írland
Mega líka kjósa: Mega líka kjósa:
Bretland Ítalía
Spánn Þýskaland
Frakkland

Þarna sést að við lendum á svipuðum stað og í fyrra, seinnipartinn á fyrra kvöldinu. Og varla neitt annað en gott um það að segja 🙂

Með okkur á kvöldi eru Noregur og Finnland og að auki fá Bretar að kjósa líka. Þetta verður að teljast gott og Bretar hafa löngum verið okkur hliðhollir í kosningunni! Eigum við ekki öll að kætast bara yfir þessu? 😉

Áður en dregið var höfðu Ísraelar gefið út að þeir vildu frekar vera á seinna kvöldinu til að keppnin stangaðist ekki á við hátíðisdag heima fyrir.

ATH: Glöggir lesendur sjá líka að Slóvakía er með á listanum (þrátt fyrir að við séum áður búnar að lýsa því yfir að þeir hafi dregið sig úr keppninni í ár sökum fjárskorts). Málið er nefnilega að sektin fyrir að draga sig úr keppninni á síðustu stundu er svo há og ríkissjónvarpið sendi inn umsókn í keppnina innan tímatakmarka og á endanum varð úr að þátttökulöndin verða 43 í ár! Við segjum bara: Til hamingju með ákvörðunina Slóvakar! Það er miklu skemmtilegra að hafa fleiri þjóðir með í leiknum 🙂

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s