Staðan á undankeppnum víðsvegar í Evrópu (I)

Nú er Söngvakeppni Sjónvarpsins að bresta á og þá er tilvalið að líta í kringum okkur og sjá hvernig öðrum þjóðum gengur að velja sér lög og flytjendur til að stíga á svið fyrir sig í Düsseldorf í maí!

3 þjóðir búnar að velja lag og flytjanda:

Albanía. Úrslit undankeppninnar, Festivali I Kenges, voru haldin að kvöldi jóladags 2010 og þar var Aurela Gace valin með lagið Kenga Ime. Líklegt er þó að einhverjar breytingar verði gerðar á laginu, það verði jafnvel þýtt yfir á ensku.

Rúmenía. Rúmenar blönduðu nýársfagnaðinum saman við úrslit undankeppninnar heima fyrir og völdu á gamlárskvöld hljómsveitina Hotel FM með lagið Change.

Sviss. Í fyrsta sinn síðan árið 2004 héldu Svisslendingar undankeppni heima fyrir. Anna Rossinelli bar þar sigur úr býtum með lagið In love for a while.

6 þjóðir búnar að velja flytjanda en eiga eftir að velja lagið:

Armenía. Flytjandinn hefur verið valinn og er það söngkonan Emmy sem var önnur í undankeppninni í fyrra með lagið sitt Hey.

Bosnía Hersegóvína. Flytjandi þeirra heitir Dino Merlin en hann var einnig fulltrúi Bosníu árið 1999 með lagið Putnici.

Kýpur. Christos Mylordos heitir sá sem mætir fyrir hönd Kýpur. Ákveðið hefur verið að syngja lagið á grísku en enn á eftir að ákveða hvert það verður. Hér má sjá hann þenja sig!

Holland. Tríóið 3JS hefur verið valið til að fara fyrir hönd Hollands og verður lagið frumflutt þann 30. janúar nk. í sjónvarpssal. Sv0na hljóma þeir.

Tyrkland. Ríkissjónvarpið hefur valið hljómsveitina Yüksek Sadakat til að fara fyrir hönd Tyrklands við nokkrar óvinsældir heima fyrir því að landsmenn vildu fá að kjósa sjálfir. Lagið hefur þó ekki verið frumflutt en svona hljómar bandið.

Þýskaland. Eins og við höfum áður nefnt hér á síðunni ætla Þjóðverjar að veðja aftur á Lenu Meyer-Landrut sem sigraði fyrir þá í fyrra. Hún kemur til með að flytja 12 lög í undankeppni sem þjóðin velur svo á milli þann 18. febrúar nk. Eruð þið búin að gleyma Satellite?

Að lokum má hér sjá dagatal undankeppnanna eins og það lítur út í dag. Einhverjar þjóðir eiga enn eftir að ákveða hvenær framlag þeirra verður gert heyrum kunnugt, t.d. munu Grikkir og Litháar birta sín framlög í síðustu viku febrúar.

Lokafrestur til að skila inn framlögum til EBU er 14. mars 2011.

16./17. janúar Lag/flytjandi San Marínó
30. janúar Lag Holland
2. febrúar Lag/flytjandi Azerbaídjan
11. febrúar Lag/flytjandi Írland
12. febrúar Lag/flytjandi Ísland, Noregur, Finnland, Malta
14. febrúar Lag/flytjandi Pólland, Belgía
18. febrúar Lag Þýskaland
20. febrúar Lag Bosnía Hersegóvína
23. febrúar Lag/flytjandi Búlgaría
25. febrúar Lag/flytjandi Austurríki
26. febrúar Lag/flytjandi Danmörk, Eistland, Lettland
27. febrúar Lag/flytjandi Slóvenía, Úkraína
5. mars Lag/flytjandi Portúgal, Króatía
8. mars Lag/flytjandi Ísrael
12. mars Lag/flytjandi Svíþjóð

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s