Söngvakeppni Sjónvarpsins 2011: Yfirferð laga I

Við látum okkur ekki nægja að fjalla bara um Söngvakeppni sjónvarpsins og flytjendur heldur ætlum við, líkt og áður, einnig að setja fram okkar pælingar um lögin sem keppa þetta árið og reyna að leggja mat á hver þeirra komist áfram á úrslitakvöldið.

Hér er umfjöllun um þau fimm lög sem keppa á fyrsta undanúrslitakvöldinu núna á laugardaginn:

Lagið þitt eftir Ingva Þór Kormáksson í flutningi Bödda og JJ Soul Band
900-9001

Hildur segir:
Lagið þitt er eina lagið þetta kvöld sem sker sig örlítið úr, þó bara örlítið því að þrátt fyrir að það sé í nettum reggí fíling þá er það rólegheitalag eins og restin af lögum kvöldsins. Ég er búin að hlusta á lagið nokkrum sinnum og á erfitt með að mynda mér skoðun á því, mér finnst það svona hvorki né. Ég held að gengi lagsins velti mjög mikið á flutningi þess á laugardaginn en ég tel þó ólíklegt að það komist áfram í úrslitaþáttinn.

Eyrún segir:
Ska- og reggítónlist hefur verið vinsæl undanfarið (t.d. Hjálmar) og meira að segja hafa nokkur slík lög slæðst í Söngvakeppnina. Í texta lagsins segir „Nýmóðins telst nú lagið varla…“ og þrátt fyrir að vera prýðilega flutt býst ég nú ekki við stórum hlutum. Við skulum sjá hvernig það kemur út á sviði.


Ef ég hefði vængi eftir Halla Reynis í flutningi hans sjálfs.
900-9002

Hildur segir:
Það má  kannski lýsa laginu hans Halla Reynis sem ballöðu í hressilegri kantinum eða bara sem mjög dæmigerðu popplagi ef þau eru til. Ég er einhverra hluta vegna búin að vera með lagið á heilanum alla vikuna þó að ég hafi eingöngu hlustað á það tvisvar sinnum.  Það kann að vera góðs viti fyrir Halla að lagið sé svona heilalím því að fólk á það til að kjósa það sem það man eftir! Það má búast við að Halli flytji lagið sitt hnökralaust á laugardaginn og ég tel að hann eigi góða möguleika á að komast í úrslitin. Hvort sem af því verður er ég viss um að lagið hans á eftir að lifa í útvarpi fram eftir vori.

Eyrún segir:
Ég fíla þetta lag alltaf betur með hverri hlustun, en það greip mig líka dálítið við fyrstu hlustun. Halli semur skemmtilegar laglínur og þessi er mjög góð og minnisstæð. Það er líka e-ð svo heimilislegt og þægilegt við röddina hans 🙂 Ég gæti vel trúað því að lagið kæmist áfram í úrslitin.

Elísabet eftir Pétur Örn Guðmundsson í flutningi hans sjálfs.
900-9003

Hildur segir:
Eftir að hafa fylgst örlítið með umræðum hér og hvar í vikunni um lögin fimm þá virðast flestir hafa einhverja skoðun á þessu lagi hans Péturs Arnar. Við fyrstu hlustun þótti mér lagið leiðinlegt en við nánari hlustun fór ég þó að átta mig á því að líklega er eitthvað smá grín í gangi hérna. Það finnst mér ekki skila sér í laginu sjálfu og ég vona því að það komst til skila í flutningum á laugardaginn kemur. Lagið er hins vegar fínasta smíð burtséð frá grínpælingum. Í ljósi þess að Pétur Örn er þekktur og reyndur júróvísjonmaður tel ég líklegt að hann komist áfram í úrslitin.

Eyrún segir:
Það kom mér verulega á óvart að lagið hans Péturs sem er létt ballaða, fannst mér standa upp úr af þessu fimm lögum við fyrstu hlustun! Ég sem fíla yfirleitt ekki ballöður! Hvað er þá við þetta lag? Gítarplokkið kannski? Eða fallega röddunin? Eitthvað er það sem fellur algjörlega í kramið hjá mér. Ég segi að Pétur komist áfram í úrslitin. Hver veit líka nema eitthvað skemmtilegt djók skjóti upp kollinum? – „frá vandamálum ég flúði/þú veist að ég get verið lúði“…Huldumey eftir Ragnar Hermannsson í flutningi Hönnu Guðnýjar Hitchon
900-9004

Hildur segir:
Lagið Huldumey er líkt og önnur lög á þessu kvöldi rólegt og myndi líklega teljast sem hefðbundin ballaða í hressari kantinum þó. Lagið hefur alla burði til að vera frábært en mér finnst eitthvað vanta til að það heilli mig upp úr skónum þótt ég geti ómögulega bent á hvað það er. Ég tel að Huldumey muni tapa í innbyrðisballöðukeppni við lagið Ástín mín ein og því ekki komast áfram á úrslitakvöldið.

Eyrún segir:
Vel sungið lag af óreyndri söngkonu í Söngvakeppninni, en hún er greinilega þaulvön soul-tónlistinni. Lagið finnst mér hvorki fugl né fiskur, og viðlagið þó besti hlutinn (og minnisstæðastur). Veit ekki með þetta lag, þar sem lögin eru öll í rólegri kantinum þetta kvöld.


Ástin mín eina eftir Arnar Ástráðsson í flutningi Ernu Hrannar Ólafsdóttur
900-9005

Hildur segir:
Hér er á ferðinni mjög hefbundin ballaða sem byrjar rólega með léttu píanóspili undir. Smám saman bætist fiðla við undirspilið og loks fleiri hljóðfæri. Mér þykir lagið vera nokkuð fallegt og var eina lagið sem ég mundi eftir eftir fyrstu hlustun laganna fimm. Það kann að vera vegna þess að lagið er fyrirsjáanlegt sem oft er góður kostur í Júróvísjon. Erna Hrönn flytur lagið afar vel og mun án efa skila verulega góðum flutningi á laugardaginn. Ég spái því að Erna Hrönn komist áfram í úrslitin.

Eyrún segir:
Hugljúft lítið lag, sem er afskaplega fallega flutt af Ernu Hrönn. Melódían hefur sennilega allt sem Júróvisjón-slagari þarf að hafa nema kannski örlítið meira power. Það eina sem fer örlítið í taugarnar á mér er áherslan „Á-Stin mín eina“ en annars finnst mér þetta lag það sterkt að það komist áfram í úrslitaþáttinn.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Söngvakeppni Sjónvarpsins 2011: Yfirferð laga I

  1. Stefán Þór Sigfinnsson skrifar:

    Ein pæling.

    Finnst ykkur Ástin mín eina með Ernu Hrönn ekki vera stæling á It’s for you með Niamh Kavanagh frá því í fyrra ?

    • jurovision skrifar:

      Þau eru vissulega sungin í svipaðri tóntegund en líkindin eru nú ekki kannski afgerandi, held ég. Kannski er lagið skrifað undir áhrifum frá Niamh? 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s