Flytjendur 2011: Erna Hrönn

Erna Hrönn – Ástin mín eina (lag: Arnar Ástráðsson)

(Mynd fengin að láni frá ruv.is/songvakeppnin)

Fullt nafn?

„Erna Hrönn Ólafsdóttir“

Uppáhalds Eurovision-flytjandinn þinn og af hverju?
„Það er erfitt að velja einn en WIG WAM voru algjörlega frábærir 2005 með lagið “In my dreams” og eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Flutningurinn óaðfinnanlegur og sviðsframkoman kraftmikil og brilljant :)“

Eftirminnilegasta lagið/atriðið úr Söngvakeppninni í gegnum tíðina?

„Sem áhorfandi var Silvía Nótt klárlega mjög eftirminnileg þar sem hún gerði allt vitlaust á sinn einstaka hátt. Sem keppandi er ekki hægt að gera upp á milli “Is it true” og “Je ne sais quoi” þar sem þau atriði eru stór hluti af mínum bestu minningum.“

Hverju mega áhorfendur eiga von á á laugardag?

„Þið munuð sjá einlægt og stílhreint atriði flutt af flottum hóp sem ætlar að hafa gaman af því að standa á sviðinu og performera fyrir fólkið heima í stofu.“

Geturðu lýst Söngvakeppni Sjónvarpsins í fimm orðum?

„Tónlistarveisla- Fjölbreytni- Gleði- Glamúr- Skemmtilegheit“

Ef þú værir lag, um hvað myndirðu fjalla?

„Ég yrði jákvæður gleðisöngur um lífið og allt það frábæra sem það hefur upp á að bjóða 🙂

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s