Flytjendur 2011: Hanna Guðný

Við ætlum að kynna flytjendur í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2011 sérstaklega fyrir ykkur aðdáendum!

Við fengum þá til að svara nokkrum skemmtilegum spurningum og birtum svörin hér á síðunni fyrir keppnina – fylgist því með! 🙂

Hanna Guðný Hitchon – Huldumey (lag: Ragnar Hermannsson)

(Mynd fengin að láni frá ruv.is/songvakeppnin)

Fullt nafn?

„Hanna Guðný Hitchon“

Uppáhalds Eurovision-flytjandinn þinn og af hverju?

„Á Íslandi? Ég mundi segja Selma Björk, því hún syngur ótrúlega vel og með hreyfingarnar í lagi 😉 Æðisleg! Hún hefur þetta extra carisma, eins og maður segir.“

Eftirminnilegasta lagið/atriðið úr Söngvakeppninni í gegnum tíðina?

„Ég á margar minningar í gegnum tíðina: Selma, Jóhanna Guðrún, Páll Óskar í leðurbúningnum (hehe), Regína Ósk með lagið frá Trausta, það var gæsahúð sko. Svo náttúrlega frá erlendrum artistum líka.“

Hverju mega áhorfendur eiga von á á laugardag?

„Við munum gera okkar allra besta til að skila flutningnum, við setjum 100% metnað að ná til landsmanna. Ég er með 5 flottustu soul-söngvara með mér í liði. Ragnar semur lagið og er það frábært og tilfinningaríkt. Þorvaldur Bjarni pródúsar lagið og gerir hann það af algjörri fagmennsku eins og hann er þekktur fyrir.“

Lýstu Söngvakeppni Sjónvarpsins í fimm orðum:

„Glæsileiki, metnaður, gleði, þjóðarsálin og fagmennska.“

Ef þú værir lag, um hvað myndirðu fjalla?

„Ég mundi fjalla um náungakærleika og virðingu fyrir öðrum, fegurðina í lífinu og von, geri ég ráð fyrir.“

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s