Flytjendur 2011: Böddi (og JJ Soul Band)

Böðvar Rafn Reynisson – Lagið þitt (lag: Ingvi Þór Kormáksson)

(Mynd fengin að láni frá ruv.is/songvakeppnin)

Fullt nafn?

„Böðvar Rafn Reynisson“

Uppáhalds Eurovision-flytjandinn þinn og af hverju?

„Páll Óskar Hjálmtýsson, af því hann hleypti nýjum, ferskum, jákvæðum og djörfum anda inn í keppnina hér heima á þvílíkt faglegan hátt, sem gerði keppnina áhugaverðari og vinsælli og þannig er keppnin í dag og á að vera um ókomna tíð.“

Eftirminnilegasta lagið/atriðið úr Söngvakeppninni í gegnum tíðina?

„Að sama skapi framlag Palla, en svo væri óeðlilegt að hafa ekki Jóhönnu Guðrúnu með í þessu svari og svarinu á undan, þó mér sé ekkert vel við að hrósa henni þar sem við keppum vonandi á móti hvort öðru á úrslitakvöldinu 😉 En að öllu gamni slepptu, þá er annað eins fagfólk vandfundið í heiminum.“

Hverju mega áhorfendur eiga von á á laugardag?

„Fólk á von á góðri tónlist líflegum flutningi og gríðarlegri kátínu.. ;)“

Lýstu Söngvakeppni Sjónvarpsins í fimm orðum:

„Vandað, hressandi, tónlistar- og skemmtiefni“

Ef þú værir lag, um hvað myndirðu fjalla?

„Ef ég væri lag, þá léti ég væntanlega textann ráða um hvað ég fjallaði. Væri ég textinn líka? Heiða segir að ég hugsi ekki rétt seint á kvöldin. Ég væri vögguvísa“

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s