Æfingar hafnar

Æfingar fyrir fyrsta undanúrslitakvöld í Söngvakeppni Sjónvarpsins eru hafnar. Á vefsíðu keppninnar er hægt að líta á myndir af fyrstu æfingunni. Með myndunum er hægt að spegúlera hvernig atirðin munu líta út á sviðinu á laugardaginn kemur. Þetta eru okkar pælingar!

Ástin mín eina
Hér virðist verða dæmigerð ballöðu uppsetning. Söngkonan Erna Hrönn verður í forgrunni með fjórar bakraddir með sér sem allar standa við míkrafón á standi auk þess sem fiðluleikari verður á sviðinu.

Lagið þitt
Hér virðist líka að vera á ferð dæmigerð uppsetning en nú fyrir hljómsveit enda hljómsveit sem flytur þetta lag! Hljómsveitinni er stillt upp með Bödda söngvara fremstan í flokki auk þess sem ein bakraddasöngkona með míkrafón á standi er frekar framalega á sviðinu.

Ef ég hefði vængi
Það kemur lítið á óvart að í laginu Ef ég hefði vængi virðist sem svo að Halli standi sjálfur fyrir miðju sviði með gítarinn sinn. Auk þess virðist sem á sviðinu með honum verði trommuleikari og bassaleikari auk bakraddasöngkonu.

Huldumey
Hér virðast engir hljóðfæraleikarar koma við sögu á sviðinu. Bakraddirnar eru fimm og syngja í lausa míkrafóna. Selmu Björnsdóttur bregður fyrir á myndunum sem gefur til kynna að einhver kóreógrafía kunni að vera til staðar en myndirnar benda þó ekki til þess að neitt dansatirði fari fram.

Elísabet
Pétur Örn er með fimm bakraddir með sér af myndunum að dæma sem allar syngja í lausa míkrafóna líkt og í laginu Huldumey. Mikið er hlegið á myndunum sem gæti gefið vísbendingu um eitthvað grín og glens!

Myndirnar eru fengnar af facebook síðu Söngvakeppni sjónvarsins en þar er hægt að skoða fleiri myndir af æfingunni og enn fleiri myndir ásamt fleira skemmtilegu baksviðsefni er að finna á vef keppninnar http://www.ruv.is/songvakeppni.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Æfingar hafnar

 1. Stefán Þór Sigfinnsson skrifar:

  Það eru greinilega alls ekki allir með sama smekk og ég og „Ojjjj hæg ballaða vantar meira stuð“ lifir góðu lífi. En ég minni á að 56-58,61-64,67,69-73,77,80,82-83,87,92-96,07 allt saman ballöður sem unnu keppnina og að auki lenti Jóhanna í 2.sæti 09 með ballöðu. Þetta gerir 24 af 55 sigurlögum í keppninni og þar að auki var hlutfall ballaða sem vinningslaga miklu hærra áður en símakosning hófst 98 þegar ballöður byrjuðu að eiga erfitt uppdráttar. Núna er 50% dómnefnd og þá fá ballöður aftur möguleika tek sem dæmi: Ísland 09,Bretland 09,Eistland 09,Frakkland 09,Belgía 10,Georgía 10 svo nokkur dæmi séu tekin.

  Lang besta lagasmíðin að mínu mati er lagið hans Péturs Elísabet.
  Mér finnst það með því besta sem ég hef heyrt í þessari keppni í gegnum árin.
  Flott ballaða í flottri útsetningu með töff bakröddum.

  Afgangurinn sama hver syngur og hversu vel er bara algjört prump.
  Það er bara ekki hægt að bjarga vonlausum tónsmíðum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s