Ný heimasíða Söngvakeppni sjónvarpsins

Í gær, mánudaginn 10. janúar, opnaði RÚV formlega nýjan vef Söngvakeppni sjónvarpsins. Á síðunni er að finna þau fimm lög sem keppa á fyrsta undanúrslitakvöldinu á laugardaginn kemur ásamt umfjöllun um höfundan og viðtöl við þá. Auk þess er að finna baksviðsmyndbönd frá því í söngvakeppninni í fyrra. Það er því kjörið tækifæri að rifja upp stemninguna síðan í fyrra til að koma sér í gírinn fyrir laugardagskvöldið! Síðan er í þróun og mun efni bætast inn á hana jafnóðum svo að það er um að gera að fylgjast vel með.

Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni eru lögin fimm sem keppa á laugardagskvöldið. Þau eru eftir höfunda úr ýmsum áttum eins og sjá má hér að neðan!

Ástin mín eina eftir lækninn og píanóleikarann Arnar Ástráðsson í flutningi Ernu Hrannar Ólafsdóttur.

Ef ég hefði vængi eftir trúbadorinn og tónlistakennarann Halla Reynis í flutningi hans sjálfs.

Elísabet eftir Buffarann og Dúndurfréttamanninn Pétur Örn Guðmundsson í flutningi hans sjálfs.

Huldumey eftir sjúkraþjálfarann og handboltaspegúlantinn Ragnar Hermannsson í flutningi Hönnu Guðnýjar Hitchon.

Lagið þitt eftir hljómborðsleikarann og rithöfundinn Ingva Þór Kormáksson í flutningi Bödda og JJ Soul Band.

Hægt er að hlusta á öll lögin hér.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s