Miðar á undankeppnirnar í sölu 18. og 19. janúar!

Nú hefur verið gefið út að miðar á undankeppnirnar tvær í maí (Semi-Finalana) fara í sölu 18. janúar (fyrra undankvöld) og 19. janúar (seinna undankvöld) kl. 12:00 CET.
Þeir verða seldir á dticket.de og það verður sama fyrirkomulag og með aðalkvöldið: Fyrstur kemur, fyrstur fær… eða hvað?
Nú gefst aðdáendum nefnilega kostur á að panta alls 4 miða á mann fyrir fram, allt að 18 klst. áður en opinber sala hefst. Frábær nýjung sem vonandi á eftir að gefast vel – og verða síður til þess að miðakerfið hrynji! Hérna er hægt að skrá sig á pöntunarlista.
Næstkomandi mánudag, 17. janúar kl. 18:00 CET, verður dregið í undanriðla og þá kemur í ljós á hvoru undankvöldinu framlag Íslands keppir. Röð laga á hvoru kvöldi verður svo ákveðin síðar. Strax eftir þennan útdrátt, eða kl. 18:00, geta aðdáendur sem hafa pantað miða fyrir fram, ákveðið hvorn Semi-Finalinn þeir vilja sjá.
En það virðist samt þýða að maður geti bara pantað miða fyrir fram á annað af tveimur undankvöldunum! Sérstakt, ekki satt?

Miðar á dómarakvöldið (Jury Final) og aðalkeppnina, sem eftir eru verða settir í sölu fljótlega.

Ég vil líka minna á að 25. janúar nk. verður opnað fyrir umsóknir um blaðamanna- og aðdáendapassa á www.eurovision.tv – það er möguleiki sem fólk ætti að hafa í huga! 🙂

-Eyrún

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s