Söngvakeppni Sjónvarpsins að hefjast

Það er alltaf mikil gleði sem fylgir nýju ári hjá júróvísjon aðdáendum því nýtt ár þýðir bara eitt, það styttist óðum í næsta júróvísjon! Íslenskir júróvísjon aðdáendur geta glaðst extra mikið í upphafi nýs árs því það þýðir að Söngvakeppni sjónvarpsins er bara rétt handan við hornið. Í ár hefst hún þann 15. janúar og mun standa yfir til 12. febrúar. Í ár verður keppnin þannig að 15 lög keppa á þremur undanúrslitakvöldum, fimm lög á hverju kvöldi. Almenningur velur svo tvö lög af hverjum fimm sem komast áfram á úrslitakvöldið 12. febrúar.  Í vikunni fyrir hvert undanúrslitakvöld verða lögin frumflutt á Rás 2 og getum við því melt þau með okkur fram að flutningi í snjóvarpi og kosningunni sjálfri. Sem sagt engar stórvægilegar breytingar eða mikið nýtt við fyrirkomulagið.

Nú þegar er rúm vika í fyrsta þáttin hefur RÚV ekki gefið mikið upp um lögin eða flytjendur eða almennt um keppnina. Ekki er búið að uppfæra heimasíðuna http://www.ruv.is/songvakeppni en búið er að stofna nýja síðu á facebook sem við hvetjum alla aðdáendur til að fylgjast með! Samkvæmt facebooksíðunni er verið að vinna í að uppfæra upplýsingar um lög, flytjendur, hverjir keppa á hvaða kvöldi og svo framvegis svo við bíðum spenntar eftir frekar uppfærslum!

Eins og í fyrra munum við gera Söngvakeppni Sjónvarpsins góð skil hér á síðunni og fjalla ítarlega um lögin og setja fram skoðanir og spár okkar og fara yfir hversu sannspáar við vorum á síðasta ári :o)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s