43 þjóðir keppa í Düsseldorf í maí!

Fyrir keppnina í vor verða nokkrar breytingar á þátttakendaþjóðunum og fjölgað hefur í hópnum frá því í Osló 2010 þegar 39 þjóðir kepptu. Þær hafa flestar keppt nú og árið 2008 þegar 43 þjóðir kepptu einnig í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Nokkrar þjóðir taka nú aftur þátt eftir nokkurt hlé (ýmsar ástæður voru fyrir því að þær drógu sig úr keppninni, s.s. vegna lélegs gengis og Eurovision-fýlu eða fjármagnsskorts).

Stærstu fréttirnar í þessum efnum eru líklega að ÍTALÍA snýr aftur í Eurovision!!

Eftir að hafa farið í rokna fýlu 1997 þegar lagið Fiumi di parole lenti „aðeins“ í 4. sæti af 25, virðist Eurovision-áhugi ítölsku þjóðarinnar vera vakinn og nú mun sigurvegari fjórðu þáttaraðar ítalska X Factor ekki syngja á San Remo-hátíðinni eins og vaninn hefur verið, heldur verða fulltrúi Ítala í Eurovision 2011.

Það verður sannarlega spennandi að sjá hverjum Ítalir tefla fram í ár. Þeir verða sjálfkrafa ein af stóru þjóðunum „fimm“ (the Big Five) sem verða núna Big Six – og taka því þátt á lokakeppninni 14. maí nk.

Aðrar þjóðir sem snúa aftur nú eftir nokkurt hlé eru:

 • Austurríki (tók síðast þátt 2007 með Get A Life – Get Alive, og komst ekki upp úr undanriðlinum)
 • Ungverjaland (tók síðast þátt 2009 með Dance With Me, komst ekki upp úr undanriðlinum) Hefur reyndar tekið mjög stopullega þátt, 1994-98, 2005, 2007, 2008 og 2009 og nú 2011.
 • San Marino (tók þátt í fyrsta sinn 2008 með Complice, komst ekki upp úr undanriðli)

Tékkland tók síðast þátt 2009 með Aven Romale sem fékk engin stig og þeir snúa ekki aftur í bráð. Andorra tók einnig þátt 2009 en dró sig síðan í hlé af fjárhagslegum ástæðum. Sama má segja um Svartfjallaland sem tók þátt 2008.

Listinn yfir þjóðirnar sem keppa í ár er því á þessa leið (af eurovision.tv):

  1. Albanía (RTVSH)
  2. Armenía (AMPTV)
  3. Austurríki (ORF)
  4. Azerbaídjan (Ictimai TV)
  5. Belgía (RTBF)
  6. Bosnía Hersegóvína (BHRT)
  7. Bretland (BBC)
  8. Búlgaría (BNT)
  9. Danmörk (DR)
  10. Eistland (ERR)
  11. Finnland (YLE)
  12. Frakkland (France TV)
  13. Georgía (GEGT)
  14. Grikkland (ERT)
  15. Holland (TROS)
  16. Hvíta-Rússland (BTRC)
  17. Írland (RTÉ)
  18. Ísland (RÚV)
  19. Ísrael (IBA)
  20. Ítalía (RAI)
  21. Króatía (HRT)
  22. Kýpur (CyBC)
  23. Lettland (LTV)
  24. Litháen (LRT)
  25. Makedónía (MKRTV)
  26. Malta (PBS)
  27. Moldóva (TRM)
  28. Noregur (NRK)
  29. Portúgal (RTP)
  30. Pólland (TVP)
  31. Rúmenía (TVR)
  32. Rússland (C1R)
  33. San Marínó (SMRTV)
  34. Serbía (RTS)
  35. Slóvakía (STV)
  36. Slóvenía (RTVSLO)
  37. Spánn (RTVE)
  38. Sviss (SRG/SSR)
  39. Svíþjóð (SVT)
  40. Tyrkland (TRT)
  41. Ungverjaland (MTV)
  42. Úkraína (NTU)
  43. Þýskaland (NDR/ARD)

Dregið verður í undanriðla (The Semi-Final Allocation Draw) þann 17. janúar nk. í Düsseldorf. Þá kemur í ljós hvernig þessi lönd skiptast niður!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s