32.000 miðar á aðalkeppnina í maí seldir nú þegar!

Rétt fyrir jólin dundi risafrétt á öllum Eurovision-aðdáendum:
Miðar á lokakeppnina/Finalinn þann 14. maí nk. verða settir í sölu þann 12. desember kl. 12:12!!

Hjartað stöðvast. Í miðju jóla- og prófastressi!

Flett upp á síðunni Dticket.de sem er eini official söluaðili miðanna. Miðaverðið er frá 89 – 189 evrum (ca. 14.000 – 29.000 kr.) Þrátt fyrir að miðarnir eigi að fara í sölu rétt eftir hádegi hefur ca. 4000 miðum verið dreift til sölu nú þegar, eða um kl. 11.

Síðan hrynur…. NEI!!!

Aðstandendur keppninnar segjast hafa verið reynt til að „dreifa álaginu“ með því að byrja snemma en engu að síður hrundi sölusíðan og mörg þúsund æstir aðdáendur sitja uppi svekktir og án miða. Fyrirkomulagið, að láta vita með mjög stuttum fyrirvara (aðdáendur skráðir á MyEurovision fengu tvo daga) ásamt því að setja miða fyrr í sölu en auglýst var, hefur mælst gífurlega illa fyrir og margir tala um skandal!

Fyrir keppnina í Osló 2010 var einnig hrun á vefsíðu miðasölunnar og greinilegt að það fyrirkomulag sem EBU notast við nær engan veginn að anna þeirri eftirspurn sem verður.

Enn er ekki farið að selja miða á undankeppnirnar tvær – enda ekki komið endanlega í ljós hvaða þjóðir taka þátt og fæstar hafa þegar valið sitt framlag…

Ekki örvænta samt!

Það eru enn a.m.k. fjórar leiðir fyrir okkur, fólkið sem ekki náði í miða 12. desember, til að komast til Düsseldorf á lokakeppnina í maí!

1. Samkvæmt upplýsingum frá EBU verða nokkur þúsund miðar seldir í viðbót á lokakeppnina. Þeir verða þó ekki settir í sölu fyrr en ljóst er hvaða lönd keppa og búið er að ákveða hreyfingar og staðsetningar myndavéla. Í frétt birtri á eurovision.tv 12. des. sl. er talað um „á næstu vikum“…

 

2. Nú þegar hafa mörg þúsund miðar verið teknir frá fyrir opinbera aðdáendaklúbba (OGAE) á lokakeppnina. Þeir sem geta nýtt sér slíka klúbba ættu að nýta tækifærið. ENN (og takið eftir því, enn sem komið er) er ekki opinber aðdáendaklúbbur á Íslandi en vonandi stendur það til bóta – við skulum segja að það sé verið að vinna að því 😉

 

3. Miðar á Jury Finalinn (föstudagurinn 13. maí) eru í sölu núna og kosta mun minna (19 – 69 evrur eða 3000 – 10.500 kr.) Þeir eru seldir á sömu síðu og hinir, Dticket.de.

 

4. Þegar nær dregur keppni geta blaðamenn og annað fjölmiðlafólk sótt um pressupassa OG aðdáendur geta sótt um fanpassa. Á eurovision.tv verða allar upplýsingar undir „event accreditation“.

 

– Fylgist því vel með hér á Allt um Júróvisjón og við reynum að komast að þessu öllu fyrir ykkur sem ætlið út í maí! –

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s