Dusseldorf 2011!

Eftir langa mæðu og bið er það loksins orðið ljóst hvar í Þýskalandi Júrvísjon varður haldið næsta vor! Borgin Dusseldorf  er höfuðborg  Bunderslandsins Nordrhein-Westfalen. Dusseldorf er ekki sérlega stór á þýskan mælikvarða með tæplega 600.000 íbúa en er umlukin fjölda borga enda Nordrhein-Westfalen þéttbýlasta Bundersland Þýskalands. Nordrhein-Westfalen á landamæri að Hollandi og rennur áin Rín í gegnum héraðið og Dusseldorfborg.

Keppnin mun fara fram í Fortuna Dusseldorf höllinni og munu verða 24.000 sæti í boði fyrir áhorfendur. Höllin er í fimm kílómetra fjarlægð bæði frá flugvellinum í Dusseldorf og miðborginni.  Keppnin fer eins og áður hefur komið fram 14. maí á næsta ári og undankeppnirnar 10. og 12. maí.

Um leið og ljóst var að Þýskaland hefði sigrað í Júróvísjon síðast liðið vor var farið að tala um hvar í Þýskalandi keppnin yrði haldin. Þrjár borgir voru strax nefndar, höfuðborgin Berlín, önnur stærsta  borg Þýskalands, Hamborg og heimaborg söngkonunnar Lenu, Hannover. Allar þessar borgi lýstu áhuga á að halda keppnina ásamt fjölda annarra  borga. Eftir mikla leit voru þessar þrjár borgir ofan á ásamt Dusseldorf og stóð því valið á milli þeirra.

Æstir íslenskir Júróvísjon aðdáendur geta nú farið að huga að ferð á keppnina. Hægt er að fljúga beint frá Íslandi til Frankfurtar, Berlínar og Hamborgar í Þýskalandi (og nokkurra fleiri staða) auk þess sem hægt er að fljúga til Amsterdam. Frá þessum borgum er svo hægt að fljúga áfram til Dusseldorf eða taka lest!

Það er nokkuð víst að Þjóðverjar munu leggja mikið á sig til að halda glæsilega keppni. Þeir hafa eingöngu einu sinni áður unnið keppnina fyrir tæpum 30 árum síðan þegar Nicola söng Ein Bissen Friedn.

Allt um Júróvísjon hlakka mikið til að heimsækja Dusseldorf næsta vor!

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Dusseldorf 2011!

  1. Pálína skrifar:

    oh great… keppnin er miklu fyrr á ferðinni heldur en síðast. Þetta þýðir að ég verð pottþétt ekki á landinu annað árið í röð…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s