Árið 2004 var það hin unga og efnilega Anjeza Shahini sem steig á stokk fyrir hönd Albaníu í fyrsta skipti í Júróvísjon. Anjeza söng lagið Image of you og var vel tekið. Hún lenti í 4. sæti í undankeppninni og komst því áfram í úrslit þar sem hún lenti í sjöunda sæti. Fyrstu skref Albana voru því góð. Lagið finnst mér er einstaklega grípandi og skemmtilegt og er það í flokki þeirra laga úr Júróvísjon sem ég hlusta reglulega á. Það sem vakti fyrst athygli mína við lagið var þó ekki lagið sjálft heldur dásamlegt myndband sem var tekið upp í leikfimisal þar sem allir voru í 9. áratugs leikfimi fötum. Því miður finnst myndbandið hvergi lengur á netinu.
Anjeza hefur ekki setið auðum höndum síðan hún var ung og efnileg í Júróvísjon fyrir sex árum. Hún bjó um tíma í Vín þar sem hún lagði stund á poppfræði auk þess sem hún reyndi að komast aftur í Júróvísjon árið 2006 en komst ekki. Varð uppi fótur og fit við þau úrslit í Albaníu og var dómnefndin sem valdi lagið Zjarr E Ftohtë í flutningi Luiz Ejlli sem sigurvegara í albönsku undankeppninni, sökuð um svindl enda gátu menn ekki séð hvernig hin mjög svo albanska Anjeza gat tapað fyrir Luiz. Anejza hefur einnig gefið út sýna fyrstu sólóplötu sem inniheldur lög eftir hana sjálfa og er að öllu leyti sungin á albönsku.
Hér má sjá framlag Albana árið 2006 þegar Anejza komst ekki í keppnina.
og svo framlag hennar til undankeppninnar í Albaníu árið 2006. Dæmi nú hver fyrir sig hvort er betra!
– Hidur