Gömul uppáhalds: Albanía 2004

Árið 2004 var það hin unga og efnilega Anjeza Shahini sem steig á stokk fyrir hönd Albaníu í fyrsta skipti í Júróvísjon.  Anjeza söng lagið Image of you og var vel tekið. Hún lenti í 4. sæti í undankeppninni og komst því áfram í úrslit þar sem hún lenti í sjöunda sæti. Fyrstu skref Albana voru því góð. Lagið finnst mér er einstaklega grípandi og skemmtilegt og er það í flokki þeirra laga úr Júróvísjon sem ég hlusta reglulega á. Það sem vakti fyrst athygli mína við lagið var þó ekki lagið sjálft heldur dásamlegt myndband sem var tekið upp í leikfimisal þar sem allir voru í 9. áratugs leikfimi fötum.  Því miður finnst myndbandið hvergi lengur á netinu.

Anjeza hefur ekki setið auðum höndum síðan hún var ung og efnileg í Júróvísjon fyrir sex árum. Hún bjó um tíma í Vín þar sem hún lagði stund á poppfræði auk þess sem hún reyndi að komast aftur í Júróvísjon árið 2006 en komst ekki. Varð uppi fótur og fit við þau úrslit í Albaníu og var dómnefndin sem valdi lagið Zjarr E Ftohtë í flutningi Luiz Ejlli sem sigurvegara í albönsku undankeppninni, sökuð um svindl enda gátu menn ekki séð hvernig hin mjög svo albanska Anjeza gat tapað fyrir Luiz. Anejza hefur einnig gefið út sýna fyrstu sólóplötu sem inniheldur lög eftir hana sjálfa og er að öllu leyti sungin á albönsku.

Hér má sjá framlag Albana árið 2006 þegar Anejza komst ekki í keppnina.

og svo framlag hennar til undankeppninnar í Albaníu árið 2006. Dæmi nú hver fyrir sig hvort er betra!

– Hidur

Dusseldorf 2011!

Eftir langa mæðu og bið er það loksins orðið ljóst hvar í Þýskalandi Júrvísjon varður haldið næsta vor! Borgin Dusseldorf  er höfuðborg  Bunderslandsins Nordrhein-Westfalen. Dusseldorf er ekki sérlega stór á þýskan mælikvarða með tæplega 600.000 íbúa en er umlukin fjölda borga enda Nordrhein-Westfalen þéttbýlasta Bundersland Þýskalands. Nordrhein-Westfalen á landamæri að Hollandi og rennur áin Rín í gegnum héraðið og Dusseldorfborg.

Keppnin mun fara fram í Fortuna Dusseldorf höllinni og munu verða 24.000 sæti í boði fyrir áhorfendur. Höllin er í fimm kílómetra fjarlægð bæði frá flugvellinum í Dusseldorf og miðborginni.  Keppnin fer eins og áður hefur komið fram 14. maí á næsta ári og undankeppnirnar 10. og 12. maí.

Um leið og ljóst var að Þýskaland hefði sigrað í Júróvísjon síðast liðið vor var farið að tala um hvar í Þýskalandi keppnin yrði haldin. Þrjár borgir voru strax nefndar, höfuðborgin Berlín, önnur stærsta  borg Þýskalands, Hamborg og heimaborg söngkonunnar Lenu, Hannover. Allar þessar borgi lýstu áhuga á að halda keppnina ásamt fjölda annarra  borga. Eftir mikla leit voru þessar þrjár borgir ofan á ásamt Dusseldorf og stóð því valið á milli þeirra.

Æstir íslenskir Júróvísjon aðdáendur geta nú farið að huga að ferð á keppnina. Hægt er að fljúga beint frá Íslandi til Frankfurtar, Berlínar og Hamborgar í Þýskalandi (og nokkurra fleiri staða) auk þess sem hægt er að fljúga til Amsterdam. Frá þessum borgum er svo hægt að fljúga áfram til Dusseldorf eða taka lest!

Það er nokkuð víst að Þjóðverjar munu leggja mikið á sig til að halda glæsilega keppni. Þeir hafa eingöngu einu sinni áður unnið keppnina fyrir tæpum 30 árum síðan þegar Nicola söng Ein Bissen Friedn.

Allt um Júróvísjon hlakka mikið til að heimsækja Dusseldorf næsta vor!