og hringurinn heldur áfram

Júróvísjon er endalaus hringur! Um leið og ein keppni er búin hefst undirbúningur fyrir næstu. Við höfum greint frá nokkrum staðreyndum um undirbúning keppninar sem haldin verður í Þýskalandi á næsta ári. Nú er komið að Íslendingum að hefja undirbúning sinn fyrir þá keppni. Að því tilefni hefur Ríkisútvarpið nú auglýst eftir framlögum í Söngvakeppni Sjónvarpsins sem fram fer í upphafi árs 2010.

Eins og sannir Júróvísjonaðdáendur vita þá er Söngvakeppni Sjónvarpsins keppni sem RÚV stendur fyrir í því skyni að velja framlag Íslendinga í Júróvísjon. Söngvakeppnin er breytileg og alls ekki alltaf haldin með sama sniði þó hún sé í grunnin eins, almenningi gefst færi á að senda inn lög, dómnefnd velur ákveðin fjölda laga sem flutt eru í sjónvarpinu og almenningur kýs svo um. Það er þó oft blæbrigða munur á milli ára t.d. í fjölda laga og framsetningu. Ekki hefur verið tilkynnt hvernig keppnin verður í þetta skiptið en von er á því þegar líða tekur á veturinn. Keppnin mun fara fram í upphafi ársins 2011 og ætti enginn júróvísjonaðdáandi eða tónlistaráhugamaður að missa af því!

Umsóknarfrestur til að senda inn lag í söngvakeppnina nú er til 18. október n.k. Umsóknareyðublöð og allar upplýsingar um reglur keppninnar er að finna á slóðinni www.ruv.is/songvakeppnin. Allt um Júróvísjon hvetur alla áhugamenn að senda inn lag í keppnina.