Nýtt frá flytjendum 2010!

Nú er síðan okkar búin að vera í dágóðu sumarfríi og tími til kominn að vekja hana af dvalanum 🙂

Tæpir þrír mánuðir eru frá keppninni í Osló og flestir aðdáendur hafa e.t.v. tekið sér smá frí frá þeim lögum sem kepptu þá. Flytjendurnir halda þó áfram að láta ljós sitt skína. Lena hin þýska er t.d. á ferð og flugi á Evróputúr og gerir það gott á vinsældalistum. Satellite er líka enn spilað töluvert í íslensku útvarpi!

En það er einnig nokkuð um nýtt stöff og við skulum líta á hvað uppáhaldsflytjendurnir okkar hafa verið að gera:

Safura – March On

Hér er dívan frá Azerbaídjan mætt með nýjan R’n’b-smell. Lagið er nokkuð grípandi en það verður nú að segjast að flutningurinn er nokkuð flatur og án nokkurs frumleika. Óþægilega mikil tenging við hernað í myndbandinu svona sögulega séð…

Jessy Matador – Bomba

Pottþéttur danssmellur frá einni óvæntustu stjörnu síðustu keppni. Hér syngur hann á ýmsum tungumálum (frönsku, spænsku og ensku) og hristir sig og skekur.“I like your bombastic“ minnir þó dálítið á Shaggy forðum tíð. Ætli Jessy þekki hann?

Tom Dice – Lucy

Tom Dice eignaðist stað í hjörtum margra Íslendinga með gítarinn sinn á sviðinu í Osló. Hérna er hann með annað keimlíkt og fallegt lag sem er ástarsöngur til hennar Lucyar.

Hver flytjendanna 2010 væri líklegastur til að slá í gegn og verða Júró-klassík? Kíktu á könnunina hér til hliðar!

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Nýtt frá flytjendum 2010!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s