Dómnefndaratkvæðin drógu Heru niður!

Nú hefur EBU gefið út hvernig samsetning atkvæðanna var; dómnefnda og símakosninga. Íslenska framlagið var meðal þeirra landa sem græddu mest á símakosningunni sem sýnir að áhuginn í Evrópu var töluverður fyrir Heru og félögum!

Önnur lönd sem græddu á símakosningunni fremur en önnur voru að sjálfsögðu Tyrkland, Azerbaídjan og Armenía, en einnig Danmörk, Spánn, Frakkland og Serbía. Af þessum löndum er það eiginlega bara Danmörk sem kemur á óvart, kommon Evrópa!

Löndin sem komust lengst á dómnefndaratkvæðum voru Belgía, Georgía, Harel okkar Skaat og fallega lagið hans frá Ísrael og Úkraína. Í sjálfu sér ekkert sem kemur á óvart. Látlausa belgíska lagið og boðskapurinn frá Georgíu og Úkraínu hafa skilað þeim þangað. Ísrael er eina landið sem hefði ekki komist inn á topp tíu fyrir tilstilli símakosningarinnar – og angar að sjálfsögðu af pólitík, eins og alltaf þegar Ísrael á í hlut í Eurovision! Belgía og Úkraína komust bara í topp tíu vegna dómnefndaatkvæða.

Það sem skiptir máli fyrir okkur er að HERA HEFÐI LENT Í 15. SÆTI EF ÞAÐ HEFÐI EKKI VERIÐ FYRIR DÓMNEFNDIRNAR! Með 40 stig úr símakosningu en 57 frá dómnefndum enduðum við í 19. sæti, sem sýnir að þarna hefur dómnefndarálitið vegið þyngra. Í undankeppninni var íslenska lagið annað vinsælasta í símakosningu en aðeins sjötta vinsælasta hjá dómnefndum. Við enduðum svo í þriðja efsta úr undankeppninni, eins og við vitum.

Þetta blessaða kosningakerfi virðist e-n veginn aldrei virka fyrir Ísland! En símakosningin skilaði Páli Óskari góðum árangri þegar hann keppti 1997 þó að hún hafi ekki dugað til.

Við getum þó alls ekki haldið því fram að eldgos og efnahagshrun hafi aftrað fólki frá því að kjósa Ísland! Evrópa hélt með okkur, gott fólk – það var bara smáatriðið eins og dómnefndir fagmanna sem héldu aftur af henni 🙂

Auglýsingar

3 athugasemdir við “Dómnefndaratkvæðin drógu Heru niður!

  1. Anna Ólafsd. skrifar:

    Ég hefði vilja hafa eins og 2008 og 2009 þar sem dómnefnd fékk að velja tíunda sætið. Mér sýnist að í fyrsta riðlinum hefði dómnefdin valið Bosníu en þá hefði Moldavía verið úr leik. Í riðli tvö hefði dómnefdin frekar valið Ísrael en Írland, en ef´þau dómnefndin hefði valið Íra þá hefði það verið annað skiptið sem þeir hefðu bjargað „gömlum“ sigurvegara. Kýpvejar hefðu setið eftir.
    Grautfúlt fyrir Finna, Svía og Litháa, við gætum samt lent í þessu á næsta ári.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s