Þýskur sigur í annað skipti í sögu Eurovision

Sigurinn var ákaflega sætur fyrir Þjóðverja í ár því að það eru lítil 28 ár síðan hin ljúfa Nicole sigraði með friðarsöngnum Ein Bißchen Frieden.

Árið 1982 hafði Þýskaland tekið 27 sinnum þátt í Eurovision án þess að sigra; einu sinni hafnað í 2. sæti (1957) og þrisvar í 3. sæti (1970, 1971 og 1972). Þetta getur ekki talist sérstaklega gott þar sem Þýskaland er eitt hinna fjögurra stóru ríkja í Eurovision (Big 4). Á sama tíma höfðu Frakkar unnið keppnina fimm sinnum, Bretar fjórum sinnum og Spánverjar tvisvar sinnum!

Þjóðverjar hafa þó fengið að halda keppnina einu sinni án þess að vinna beinlínis en það var annað árið sem keppnin var haldin, 1957. Ástæðan er sú að atkvæðatalning á fyrstu keppninni 1956 var mjög dularfull og enn hefur ekki fengist botn í það hver röð landanna varð önnur en að Sviss vann! Keppnin 1957 var haldin í Frankfurt af Hessinger Rundfunk fyrir hönd Deutsches Fernsehen ARD. Hún var enn haldin sem útvarpskeppni að stærstum hluta þó að Evrópubúar væru óðum að sjónvarpsvæðast.

Þá voru reglurnar um 3 mínútna lög í mótun og ekkert var aðgert þó að  ítalska lagið væri 5:09 mínútur en það breska aðeins 1:52. En eftir þetta var lögð áhersla á að lög skyldu vera 3 mínútur og ekki lengri!

Í þessari keppni voru keppendur frá 10 löndum og dómnefnd frá hverju landi sem skipuð var 10 aðilum. Hver dómnefndarmaður hafði 1 stig til að veita sínu uppáhaldslagi. Þetta ár var ákveðið að dómnefndin mætti ekki veita sínu eigin landi stig og hefur sú regla haldist síðan.

Þjóðverjar kættust ákaflega þegar Nicole steig síðust á svið árið 1982, ljúf og sæt með vængjaðan topp og hvítan gítar –  og vann:

Þegar hún söng lagið aftur í lokin, bætti hún við enskum, frönskum og hollenskum frösum! Nicole er enn í fullu fjöri og er í ár að túra Þýskaland undir yfirskriftinni Mit Leib und Seele (af lífi og sál) Hér er heimasíðan hennar.

Ári eftir sigurinn var Eurovision haldin í bæversku höfuðborginni München. Kynnirinn Marlene Charell þótti standa sig með afbrigðum illa og tókst að

gera 13 mistök í atkvæðagreiðslunni einni! Einnig dróst keppnin mjög á langinn og varð allt í allt hátt á fjórir tímar að lengd vegna þess að kynningarnar fóru fram á þremur tungumálum; þýsku, frönsku og ensku. Til að bæta svo gráu ofan á svart í klaufaskap Þjóðverja voru engin „póstkort“ til að kynna atriðin á svið því að ekki gafst tími til að klára þau!

Í þessari keppni komst ung sænsk stúlka, Carola Häggkvist, fyrst í kynni við keppnina og söng lagið Främling. Hún hefur síðar markað spor í sænskri Eurovision-sögu sem og orðið einn stærsti norræni listamaðurinn sem hefur tekið þátt í Eurovision.

Ýmislegt gekk á í keppninni 1983 í Þýskalandi en við megum svo sannarlega búast við mikilli sýningu á næsta ári því að Þjóðverjar eiga svo sannarlega eftir að tjalda öllu til! Mjög mikið áhorf er á keppnina í Þýskalandi og t.a.m. eru þar tveir opinberir aðdáendaklúbbar!

Undankeppnirnar verða haldnar 17. og 19. maí 2011 og aðalkeppnin sjálf 21. maí. Ekki er víst hvernig fyrirkomulag aðalkeppninnar verður núna þegar það eru bara hinar fjóru stóru sem komast sjálfkrafa í aðalkeppnina, en gestgjafalandið hefur einnig hlotið þann heiður hingað til. Þetta verður líka í fyrsta sinn sem stórþjóð vinnur eftir að þetta fyrirkomulag með „Big 4“ var kynnt árið 2000.

Þýska sjónvarpið hefur gefið það út að unnið verði að því hörðum höndum að fá Austurríki og fleiri ríki aftur inn í keppnina og einnig hefur Liechtenstein sýnt áhuga á því að taka þátt og verða hluti að EBU.

Enn er ekki komið á hreint hvar keppnin verður haldin en átta borgir hafa lýst yfir áhuga: Hannover (heimaborg Lenu), Berlín, Hamburg, Gelsenkirchen, Düsseldorf, Frankfurt, Cologne og München.

Við fylgjumst að sjálfsögðu með!


(Heimildir: Eurovision.tv og Wikipedia)
Auglýsingar

2 athugasemdir við “Þýskur sigur í annað skipti í sögu Eurovision

  1. Hildur M skrifar:

    Áhugaverð umfjöllun og gaman að sjá að þið eruð enn þá að skrifa eitthvað um Júróvision þó svo að keppnin sé búin. Hvenær á að fara af stað með aðdáendaklúbbinn?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s