Tískan í Júróvísjon

Með vorinu kemur júróvísjon og með júróvísjon kemur sumartískan í Evrópu! Það er raunar með ólíkindum hvernig á hverju ári skapast ákveðin tíska í búningum flytjendanna í júróvísjon. Þessi tíska er ekki alltaf það sem koma skal fyrir hinn almenna borgara í Evrópu en hefur þó stundum orðið til þess að ákveðinn klæðnaður kemst í tísku. Já, eða kannski er það öfugt, það er einhver tíska í gangi sem allir júróvísjonkeppendur keppast um að vera í en við viljum þó líta á það á hinn veginn!


Í ár er tískan fyrir karlmenn mun augljósari en  tískan fyrir konur. Það er alveg deginum ljósara að hvítar þröngar buxur eru það sem koma skal fyrir karlmenn í sumar og skiptir þá engu hvort þeir eru 20 ára eða 40 ára! Allmargir karlkynskeppendur í ár klæddust flíkum sem þessum og spannaði aldursbilið allt frá yngstu keppendum til þeirra eldri. Til að mynda var hinn 22 ára gamli Milan frá Serbíu í hvítum niðurþröngum buxum sem og hinn 39 ára gamli Giorgos frá Grikklandi. Einnig má ætla að það sé líka svolítið töff að vera í óreimuðum hermannaklossum við þessar hvítu buxur ef marka má búninga í júróvísjon. Fyrir þá karlmenn sem vilja vera meira hefðbundnir í klæðnaði var líka nokkuð ljóst að hin klassíska jakkafatatíska viðgengst í sumar. Bæði hinn ísraelski Harel Skaat og breski Josh skörtuðu fallega sniðnum jakkafötum og hvítri skyrtu, sem og Belginn Tom Dice sem var í skyrtu, vesti og fallega sniðnum buxum. Aðalmálið er þó að sleppa bindinu.

Þar sem þetta er í ár þykir okkur þetta kannski ekki svo hallærislegt. En hvernig ætli þetta líti út eftir 10 ár? Jakkafötin verða kannski í lagi en hvítu buxurnar kunna að þykja álíka kjánalegar og buxnakjólarnir sem réðu ríkjum í keppninni árið 1999.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s