Gamalt uppáhalds

Hildur skrifar:

Án efa er eitthvað lag í keppninni í ár sem á eftir að rata í uppáhalds lög júróvísjon aðdáenda. Hér er hins vegar eitt af mínum uppáhalds lögum úr keppninni í gegnum árin. Lagið heitir Solo og var framlag Rússa árið 2000 í keppninni en það ár var hún einmitt haldin í Svíþjóð eftir frækin sigur Charlotte Nilson á Selmu okkar Björnsdóttur árið áður. Lagið lenti eftirminnilega í öðru sæti á eftir hinum dönsku Olsen bræðrum.

Það var hin 16 ára gamla Alsou sem söng lagið. Hún er fædd í Rússlandi og ólst þar upp fram eftir en flutti þaðan til New York og síðar til Bretlands en hún var búsett þar þegar hún tók þátt í Eurovision. Fjölskylda Alsou er ein sú allra ríkasta í Rússlandi og er faðir hennar þekkur olíkarki sem nú situr á rússneska þinginu. Nú þegar 10 ár eru liðin frá þátttöku Alsou í júróvísjon hefur ýmsilegt gerst. Hún er til að mynda gift milljónamæringi að nafni Ambramov og eiga þau saman tvær dætur. Alsou hefur einnig gefið út nokkrar plötur bæði fyrir rússenskan markað sem og plötur á ensku fyrir Bretlands og Evrópumarkað. Auk þess hefur hún unnið til nokkura verðlauna á sviði tónlistar og leikið í breskum bíómyndum. Alsou var kynnir á lokakeppninni í Rússlandi árið 2009.

Lagið er hressilegt og sviðsetning minnir að hluta til á sviðsetningu íslenska lagsins árið 1999, falleg söngkona og tveir dansarar. Annað er þó ekki líkt með lögunum.  Dansarnair lifa sig vel inn í dansinn og er á köflum dásamlegt að fylgjast með svipbrigðum þeirra. Textinn fjallar um konu sem vill bara vera einhleyp. Textinn er á köflum ótrúlegur eins og oft vill verða með júrvísjon texta en í viðlaginu segir t.d. Now I wait in the cold, and this is getting old, no more stories no more lies, take me of this ride, when I see you in the hall, I look at the wall, by my action you should know, I ‘m going solo.

Hér má svo sjá frammistöðu Alsou in keppninn:

Auglýsingar

5 athugasemdir við “Gamalt uppáhalds

 1. Inga Rós skrifar:

  Þetta lag hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér líka. Hún átti nokkur fín lög sem komu út í Bretlandi eftir keppnina 🙂

 2. Stefán Þór Sigfinnsson skrifar:

  Gleymdir að taka það fram að hún söng þetta ekkert alltof vel og var soldið fölsk. Úr því að stressuð og léleg framkoma varð Slóvakíu að falli í ár eins og Páll Óskar sagði þá vil ég nú benda á þetta atriði hérna lenti í 2.sæti,franska lagið 2001 var ekki nógu vel flutt og óöryggi Nathöshu skein í gegn samt 4.sæti. Eins var hún soldið óörugg hún Ira Losca sem lenti í 2.sæti fyrir Möltu aðeins nokkrum stigum á eftir Lettlandi 2002 þrátt fyrir að hafa farið út af laginu.

  Þannig að þú þarft ekki 100% flutning til þess að ná langt í þessari keppni sérstaklega ekki þegar fólkið heima í stofu heldur utan um kosninguna.

 3. Heiða skrifar:

  Fyrir utan Fly On The Wings Of Love var þetta uppáhalds lagið mitt árið 2000 og líka eistneska lagið, Once In A Lifetime með Ines (kallaði það alltaf græna lagið fyrst;))

 4. Anna Ólafsd. skrifar:

  Flott að fá fréttir af gömlum keppendum. Það eru nokkrir gamlir sem mig langar að fá fréttir af. Ég vona að þið getið reddað því.
  Ruslana, Ani Lorak, Malena Ernman, Alenka Gotar, Isis Gee, Christine Guldbrandsen, Lise Darly, France Gall, Marie N, Eimear Quinn, Helena Paparizou, Nicole, Sürpriz, Patricia Kaas, Hanna Pakarinen, Edea, Urban Symphony, Evridiki, Danijela, Elitsa Todorova, Urban Trad, Sirusho.
  Þetta eru flytjendur og hljómsveitir sem mig langar að vita eitthvað um.

 5. jurovision skrifar:

  Vá takk fyrir öll kommentin!

  Það er satt Stefán að hún söng ekki sérlega vel og það hefur jú oft gerst í júróvísjon að menn syngi ekki sérlega vel en samt komist tiltölulega langt!

  Anna, við erum alltaf að skrifa öðru hverju um gamla flytjendur. Við höfum þegar skrifað um Helenu Paparizou og Ruslönu. Ef þú velur flokkin Gömul uppáhalds hér hægra megin á síðunni undir flokkum þá áttu að fá upp öll gömul uppáhalds sem við höfum skrifað um!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s