Úrslit undankeppnanna

Strax og útsendingu lauk á úrslitakvöldinu á laugardaginn var gefið út hver úrslitin urðu í undanúrslitunum. Mjög mjótt var á mununum á 10. og 11. sæti í báðum undanriðlum. Á fyrra undankvöldinu munaði einungis 3 stigum á Moldavíu sem lenti í 10. sæti riðilsins og Finnlandi sem lenti í því 11. Á seinna undanúrslitakvöldinu munaði 5 stigum á 10. og 11. sæti en þá lentu Kýpur og Írland í 9. og 10. sæti, bæði með 67, en Svíþjóð var næst á eftir með 62 stig. Það var því afar mjótt á munum og má því vera ljóst að bæði Anna Bergendahl frá Svíþjóð og finnsku þjóðlagasöngvararnir mega vera ánægð með árangurinn.

Vinningshafi fyrri riðilsins var Belginn Tom Dice sem endaði að lokum í 6. sæti í lokakeppninni. Tom vann riðilinn með nokkrum yfirburðum en hann hlaut í heildina 167 en Grikkir sem voru næstir á eftir hlutu 133 stig. Hera Björk var í þriðja sæti riðilsins og hlaut í heildina 123 stig, nokkuð fleiri stig er Portúgal sem lenti í 4 sæti með 89 stig.

Tyrkir unnu á seinna undarúrslitakvöldinu og fengu í heildina 118 stig og lentu í 2. sæti í lokakeppninni. Næst á eftir var Azerbaídjan með 113 og í þriðja sæti Georgía með 106 stig. Það má því sjá að seinni riðilinn var nokkuð jafnari en sá fyrri. Rúmenía og Danmörk voru í 4. og 5. sæti riðilsins með 104 og 101 stig. Athygli vakti að Kýpur og Írland hlutu jafnmörg stig eða 67, og þurfti því að draga hvort þeirra lenti í 9. sæti og hvort í 10. sæti.

Röð landanna var eftirfarandi í riðlunum:

Fyrri undanúrslit 25. maí

1. Belgium (167 points)
2. Greece (133)
3. Iceland (123)
4. Portugal (89)
5. Serbia (79)
6. Albania (76)
7. Russia (74)
8. Bosnia & Herzegovina (59)
9. Belarus (59)
10. Moldova (52)
11. Finland (49)
12. Malta (45)
13. Poland (44)
14. Estonia (39)
15. FYR Macedonia (37)
16. Slovakia (24)
17. Latvia (11)

Seinni undanúrslit 27. maí

1. Turkey (118 points)
2. Azerbaijan (113)
3. Georgia (106)
4. Romania (104)
5. Denmark (101)
6. Armenia (83)
7. Ukraine (77)
8. Israel (71)
9. Ireland (67)
10. Cyprus (67)
11. Sweden (62)
12. Lithuania (44)

13. Croatia (33)
14. The Netherlands (29)
15. Bulgaria (19)
16. Slovenia (6)
17. Switzerland (2)

Nánar er hægt að lesa um hver gaf hverjum sig í fyrri og seinni undanúrslitum á vef keppninnar.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s