Heildarstigin fyrir Ísland í Eurovision 2010!

Í lokakeppninni á laugardag hlaut Ísland 41 stig sem þýðir að Hera og félagar lentu í 19. sæti eins og alþjóð veit. Stigin sem fengust voru eftirfarandi:

Belgía: 8 stig
Malta: 6 stig
Noregur: 6 stig
Finnland: 5 stig
Eistland: 4 stig
Þýskaland: 4 stig
Danmörk: 3 stig
Grikkland: 3 stig
Hvíta-Rússland: 2 stig
_________________
Samtals: 41 stig

Hérna sést að Norðurlandaþjóðirnar voru ekki þær sem gáfu okkur flest stig, heldur Belgía og Malta sem eru í svipaðri stöðu landfræðilega og Íslendingar; dálítil eylönd í Eurovision.

Á undankvöldinu á þriðjudag fengu Íslendingar eftirfarandi stig:

Belgía: 12 stig
Malta: 10 stig
Moldavía: 10 stig
Pólland: 10 stig
Albanía: 8 stig
Grikkland: 8 stig
Rússland: 8 stig
Eistland: 7 stig
Finnland: 7 stig
Slóvakía: 7 stig
Spánn: 7 stig

Hvíta-Rússland: 6 stig
Portúgal: 6 stig
Þýskaland: 6 stig
Frakkland: 5 stig
Serbía: 3 stig
Lettland: 2 stig
Makedónía: 1 stig
______________
Samtals: 123 stig – 3. sæti á eftir Grikkjum og Belganum

Ómögulegt er að reikna út vinsældir eða orsakir fyrir því að við komumst ekki hærra en 19. sæti. Þessi stig eru eins og áður hefur komið fram 50% símakosning og 50% dómnefnd. Ef stigagjöfin í undanúrslitunum og í úrslitunum sést að dreifingin er vissulega mun meiri á undankvöldinu, en þó eru nokkur lönd sem gefa Íslandi mörg stig á báðum kvöldum; Belgía, Malta, Finnland og Eistland.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s