Slúðurhornið!

Langar ykkur ekki í smávegis Eurovision-slúður? 😉

Við höfum verið með fjögur eyru opin fyrir öllu slúðri og skemmtilegum staðreyndum og ætlum að láta nokkra punkta flakka hérna:

  • Maltneska söngkonan Thea tók því ákaflega illa að komast ekki áfram úr undankeppninni og hefur verið óhuggandi síðan. Hugulsamir aðdáendur hafa þó tekið utan um hana og hughreyst á förnum vegi!
  • Slúðrið hér í Noregi er að Didrik hinn norski hafi fengið taugaáfall fyrr í vetur og þurft að loka sig inn í hytte uppi í sveit til að jafna sig. Ástæðan ku vera sú að hann stóð í öllu fjölmiðlastússinu sjálfur og réði bara ekki við það!
  • Við höfum heyrt því fleygt að Hera hafi fengið 80% þeirra atkvæða sem bárust í fyrri undankeppnina!
  • Glowsticks múvið hennar Önnu Bergendahl hefur verið kennt um það að hún hafi ekki komist áfram á fimmtudaginn var. Þetta kann að hafa virkað hrokafullt og hin löndin spurt sig hvers vegna þau hafi ekki fengið svona sérmeðferð líka!
  • Sá kvittur kom upp að Lena hin þýska talaði enga ensku sem er þó ekkert einsdæmi hérna. Þegar hún tróð upp á Euroklúbbnum talaði hún nefnilega bara þýsku. Hún kom hins vegar á óvart á blaðamannafundi í gær og talaði þessa líka fínu ensku!
  • Eldfjallagrínið heldur áfram hér í Osló þrátt fyrir að hætt hafi að gjósa fyrir tæpri viku. Án þess að segja of mikið bendum við ykkur á að fylgjast vel með skotum úr græna herberginu í kvöld!
  • Allar stelpurnar eru að missa sig yfir hinum ísraelska Harel og sæta moldavíska saxófónleikaranum. Við erum að hugsa um að kippa þeim með í poka! 🙂

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s