Eurobandið rokkaði á Latter

Í gærkvöldi hélt vefsíðan esctoday.com upp á 10 ára afmæli sitt hér í Oslóborg. Afmælið var haldið á klúbbnum Latter sem við höfum áður fjallað um hér og er klúbbur sem tileinkaður er Eurovision og er opinn almenningi. Í tilefni afmælisins höfðu forsvarsmenn ESCtoday fengið ýmsa júróvísjonflytjendur til að troða upp. Stærstu nöfn kvöldsins voru hið íslenska Euroband auk hinna norsku Bobbysocks sem unnu keppnina í fyrsta skipti fyrir Norðmenn árið 1985.

Klúbburinn var gersamlega stappaður og var mikill hiti þar inni enda var ákveðið að loka öllum hurðum út en stemmingin var samt sem áður gríðarleg. Afmælið hófst á því að Eurobandið steig á stokk og sungu nokkur velþekkt og skemmtileg Eurovisionlög af sinni alkunnu snilld. Það var greinlegt að Eurobandið er velþekkt enda var því klappað lof í lofa að loknum flutningi sínum. Á eftir Eurobandinu steig á stokk hin norska Christine Guldbrandsen sem söng Álfadans fyrir Norðmenn í keppninni 2006.

Norðmennirnir voru mjög hrifnir af henni en restin af klúbbnum virtist ekki vera í eins miklu stuði. Eurobandið steig svo aftur á stokk og flutti lagið sitt This is my life við gríðarlegar undirtektir salarins. Þau fluttu einnig þrjú lög frá því í keppninni í fyrra, Always frá Azerbaijdan, Dum tek tek frá Tyrklandi og loks Fairytale Alexanders Rybak við gríðarlegan fögnuð áheyranda.

Mikill spenningur var fyrir Bobbysocks og öllum að óvöru steig hinn sænski Christer Björkman á svið áður en þær stigu á stokk. Christer er líklega þekktastur á Íslandi fyrir að vera þáttastjórnandi þáttanna Inför Eurovision Song Contest sem um tíma voru samnorrænir þættir um júróvísjon. Færri vita kannski að hann söng framlag Svía árið 1992 sem hét I morgon är en annan dag. Það var einmitt lagið sem hann söng í gær.

Það ætlaði allt um koll að keyra þegar Bobbysocks stigu loks á svið. Við Íslendingarnir sem voru saman komnir urðum hins vegar fyrir gríðarlegum vonbrigðum. Þær sungu ekkert, heldur voru með allt á playbacki bæði spil og söng. Þrátt fyrir þetta var mikil stemmning í húsinu og allir sungu að sjálfsögðu með þegar þær mæmuðu vinningslagið sitt frá 1985 La det swinge.

Í heildinna var þetta fínasta afmælisveisla og við vonum sannarlega að esctoday.com  haldi áfram næstu tíu ár.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Eurobandið rokkaði á Latter

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s