Djöfladýrkandi Lena giftir sig en er ekki guð!

Þjóðverjar eru kannski minnst þekktir fyrir góðan húmor. Lena hin þýska afsannaði það þó á blaðamannafundi sem hún hélt í gærdag að lokinni fyrstu búningaæfingu fyrir úrslitakeppnina. Þar bullaði Lena í blaðamönnum eins og enginn væri morgundagurinn. Þættu henni spurningar leiðinlegar sagði hún það óspart og snéri því upp í brandara.

Lena hefur verið orðuð við tvo norska fola, þá Alexander Rybak og Didrik Solli-Tangen. Lena var spurð um samband sitt við Alexander á fundinum og sagði hún að þau væru par, hefði verið saman í þrjú og hálft ár og þau væru að fara gifta sig í sumar! Greinilegt er að Lena má ekki segja hvað sem er á blaðamannafundum því hún lét það út úr sér að hún elskaði hinn ísraelska Harel Skaat og meinti þá lagið hans og sagði svo ,,jæja þá veit ég hvað þið skrifið í blöðin á morgun!“

Það var einnig greinlegt að Lena fær oft sömu spurningarnar á blaðamannafundum. Ein þeirra snýr að enska hreimi hennar.  Á fundinum sagði hún að nú ætlaði hún að svara þessu í síðasta skipti og svo vildi hún ekki verða spurð framar þessarar spurningar. Svarið var í formi lags sem hinn þýski Stefan Rabb tóku saman. Lagið var No matter what með írsku hljómsveitinni Boyzone. Sungu þau lagið með sérlega ýktum þýskum hreim og með hressilegum texta sem fjallaði um hvort væri eitthvað betra að þau töluðu ensku með þýskum hreim!

Mikið var spurt um atriði Lenu og hvort hún ætlaði að breyta einhverju eða lýsa upp atriðið. Hún tók alveg fyrir að lýsa upp sviðið meira, atriðið yrði að sjálfsögðu eins, dimmt eins og sál hennar! Að lokum var Lena spurð um vinningslíkur sínar enda teldi þýska pressan að ef hún ynni ekki myndi Þýskaland aldrei vinna. Lena svarði stutt og laggott: ,,ég er ekki guð“.

Margir blaðamenn sóttu fundinn og var góð stemmning á fundinum öfugt við aðra blaðamannafundi sem haldnir voru í gær.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s