Fyrsta búningaæfing fyrir úrslit

Fyrsta búningaæfing fyrir úrslitin í Júróvísjon var haldin í Telenorhöllinn fyrr í dag. Æfingin var eingöngu opin blaðamönnum sem fjölmenntu svo um munaði. Allt um Júróvísjon slóst í för með útvarpsmanni Kanans til að kanna æfinguna og sagði honum á leiðinni frá einu öðru markverður um keppnina og spáði í spilin fyrir morgundaginn.

Æfingin gekk nokkuð vel og voru flestir flytjendur góðir í dag. Spenningurinn var að sjálfsögðu mestur fyrir stóru þjóðunum fjórum ogsigurvergurum síðasta árs, Norðmönnum enda þau þau einu sem ekki hafa komið fram á sviði hingað til. Af þessum stóru var Spánn fyrst á svið. Flutningurinn var mjög góður og atirðið líflegt á sviði en gæti virkað sem of mikið í sjónvarpi. Noregur steig á svið beint á eftir Spáni. Didrik var því miður ekki nægilega öruggur í flutningi sínum til að byrja með. Upphafskafli lagsins er sungin a capella og gæti því brugðið til beggja vona á morgun í þessum hluta. Næst í röðinni af stóru löndunum var breska lagið. Það er augljóst að Josh finnst gaman að vera á sviðinu og finnur sig vel það. Æfing hans var fín en hann er aðeins of óöruggur flytjandi til að geta gert þetta 100% á morgun.

Frakkar voru næst síðasti af stóru þjóðunum á svið. Það er mikið fjör í lagi þeirra en söngvarinn er eiginlega betri mjaðmadillari en söngvari. Dansararnir hans eru vonand betrir í einhverju öður en að dansa því þeir eru bara eins og þeir hafi sótt fyrsta dans tímanna sinn í gær. Vonandi fyrir Frakka nær Jessy upp stemmingunni þegar hann reynir það í höllinni á morgun því það var heldur vandræðalegt að enginn tók undir þegar hann gekk um sviðið og sagði hends up in the air! Lena hin þýska var svo síðust á svið af þeim stóru. Hún átti mjög góða æfingu, var eðlileg og söng vel.

Af öðrum þá kom Safura á óvart með afbragðs góðum söng, hún hefur líklega aldrei flutt lagið betur. Serbinn Milan var hress að vanda en viritist pínulítið ekki nenna æfingunni. Niamh hin írska virtist vera passa upp á röddina og lét bakraddirnar sínar taka alla erfiðustu tónnana. Albanía sem eru nr. 15 á svið áttu glæslega æfingu og var mikið power í flutningi hennar. Loks átti Harel Skaat hin ísraelski sem ekki flutti sitt framlag vel í gær allveg frábæra æfingu. Flutningurinn var algjörlega fullkominn og sýndi Harel nákvæmlega hvað í honum býr.

Hera stóð sig að sjálfsögðu vel eins og alltaf og skapaðist mikil stemmning yfir laginu hennar eins og fyrri daginn. Þar sem ekki var gott að taka myndir sökum fjarlægðar verða því engar myndir af þessari æfingu settar inn, bara myndir frá öðrum tækifærum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s