Blaðamannafundur eftir annað undanúrslitakvöld

Annað undanúrslitakvöldið var haldið í gær eins og flestir vita. Tíu þjóðir komust áfram í úrslitakeppnina annað kvöld. Mörgum þóttu úrslitin koma á óvart og það er einmitt það skemmtilega við Júróvísjon: maður bara veit aldrei hvað gerist!

Að lokinni keppni héldur þeir tíu flytjendur sem komust áfram blaðamannafund. Þétt var setið í salnum líkt og á þriðjudagskvölið þótt önnur stemmning væri ríkjandi. Meiri losarabragur var á hópnum og áttu blaðamenn og aðdáendur á staðnum oft á tíðum erfitt með að hemja sig og fylgja reglum fundarins. Engin óreiða var samt og gekk fundurinn vel fyrir sig. Eins og áður spurði stjórnandi fundarins keppendur einna spurningar og mátti svo salurinn spyrja tveggja. Loks var svo dregið um sæti í úrslitunum.

Mesta stemmningin á fundinum virtist vera fyrir Ísrael og Armeníu. Margir voru staddir frá þessum löndum á fundinum og reyndu að halda uppi stemmningu. Stemmningin var þó ekki í líkingu við þá stemmingu sem grísku pressunni tókst að halda uppi á þriðjudaginn. Það var afar áberandi á fundinum í gær hvað margir flytjendur viltu nota tækifærið og þakka hinum og þessum fyrir. Flestir gerðu það við spurningu stjórnanda fundarins sem spurði alltaf hvernig hefði verið að standa á sviðinu. Vegna allra þakkanna sem flytjendur viltu koma á framfæri var lítið um svör við þessum spurningum stjórnandans. Margir fengu undarlegar spurningar og oft á tíðum vildu spyrjendur úr sal frekar segja eitthvað fallegt um keppendur en að spyrja þá alvöru spurninga.

Líkt og á fyrri fundinum komu upp spurningar um stjórnmál. Georgíski flytjandinn, Sofia var til að mynda spurð hvað hún vildi segja við georgísku þjóðina á þessum tímapunkti í ljósi þess að Georgía dró sig úr keppni á síðasta ári sökum deilna við Rússa. Sofia greyið vissi ekki alveg hvað hún átti að segja og svaraði því eingöngu til að hún væri þakklát og hún vildi þakka þjóðinni stuðninginn. Hinn ísraelski Harel Skaat fór diplómatíska leið þegar hann var spurður hinnar hálfpólitísku spurningar frá hvaða ríkjum hann vænti hárra stiga. Hann sagði einfaldlega að það skipti ekki máli hvaðan stigin kæmu, öll stig væru góð stig.

Það var áberandi hvað rúmensku og írsku flytjendurnir voru yfirvegaðir á fundinum og eðillegust. Þau tóku lífinu með ró, héldu ekki þakkarræðu eins og þau hefðu unnið Óskarsverðlaun og svöruðu misgáfulegum spurningum úr sal með prýði. Það er mat okkar að þar sé á ferðinni reynsla þeirra enda flestir aðrir flytjendur sem komust áfram að stíga sín fyrst skref í hinum stóra heimi tónlistarinnar.

Við vorum að lokum spenntar að sjá hvort hinn danski N’evergreen væri jafn svipbrigðalaus í raun og hann er á sviði. Svo varð raunin; hann brá varla svip né sýndi tilfinningar þegar hann sat fyrir svörum. Raunar virðist danska parið svo ósamstíga að þau geta illa svarað spurningum  saman og þurfa ávallt að svara hvort um sig ólíkt öðrum dúettum sem keppa í ár.

Eins og á fyrri fundinum drógu hvert land um sig númer sitt í röðinni í úrslitunum annað kvöld og getið þig lesið nánar röð laganna hér á síðunni.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s