Rennt yfir æfingu fyrir síðari undanúrslitin!

Við fylgdumst með æfingum í dag þegar 17 lönd keppa um þau 10 lausu sæti sem eftir eru í aðalkeppninni á laugardaginn.

Það getur verið gott fyrir áhorfendur heima að undirbúa sig vel fyrir kvöldið, því að mun meira verður um gimmikk og aukahluti í kvöld en á þriðjudaginn var. Vindvélin bræðir sennilega úr sér!

Hér á eftir koma pælingar okkar fyrir hvert og eitt lag eftir að hafa horft á þau:

Litháen – InCulto-gaurarnir opna skemmtun kvöldsins. Söngvarinn er skemmtilegur og sýnir fyndin svipbrigði. Eftir að hafa spilað á uppblásin hljóðfæri rífa þeir sig úr buxunum og standa eftir á pallíettunærbuxum. Aðdáendur í salnum eru farnir að læra dansinn og mikið klappað fyrir þeim.

Armenía – Afskaplega mikið af gimmikki; lækur, steinn, RISASTÓR apríkósusteinn sem úr vex tré, eldur og flugeldar. Maður fær eiginlega bara svolítið nóg. Söngurinn var ekkert spes og hún æðir um allt sviðið – bara alltof mikið að reyna.

Ísrael – Við höldum mikið upp á Harel og hann stóð sig prýðisvel á æfingunni. Á eftir sást vel hvað hann var stressaður en hann lét það ekki hafa áhrif á röddina. Atriðið er eitt það látlausasta í kvöld, engir eldar eða neitt og kemur ofsalega vel út. Langmest var klappað fyrir honum á æfingunni.

Danmörk – Parið Cheneé og N’evergreen hafa álíka mikið kemestrí á sviðinu eins og fjarskyld frændsystkini á ættarmóti! Þau fluttu lagið ágætlega, eru með gimmik; tjald, hreyfanlega palla og eld og voru betri en á æfingum en fengu ekkert voðalega mikið klapp.

Sviss – Svisslendingurinn hressi átti góða æfingu og diskóstemmingin var mjög skemmtileg. Vel flutt og gylltu jakkafötin koma vel út.

Svíþjóð – Meðal áhorfenda í salnum í kvöld verður dreift rauðum glowsticks og leiðbeiningar birtast á skjánum um hvenær og hvernig á að brjóta þá! Anna sænska er mjög krúttileg og flutti lagið vel en að öðru leyti er atriðið eins og í undankeppninni heima fyrir. Klappað fyrir henni.

Azerbaídjan – Safura sem er í mestri kynningarherferð fékk ekki nema meðalmikið klapp. Hún er með tröppur á sviðinu sem lýsa, hún hefur eigið ljósashow í kjólnum sínum og er á himinháum hælum. Söngurinn var ekkert frábær og hún var dálítið andstutt og hélt varla uppi söngnum. Hún gerði þetta samt fagmannlega og er sannkölluð díva!

Úkraína – Aloysha er sú eina í Eurovision í ár sem er algjörlega ein á sviðinu. Alein. Hún er klædd í kjól sem virkar tættur og byrjar með hettu á höfðinu. Hún flytur lagið sitt vel og það virkar vel á sviðinu.

Holland – Sieneke er vinsæl og uppskar mikið klapp. Þetta lag sem er afskaplega umdeilt söng hún ágætleg  að vísu aðeins neðan í tóninum en hún verður afskaplega kellingalega klædd. Lírukassi spilar stórt hlutverk ásamt dönsurum sem eru klædd í hollenska búninga.
  
Rúmenía – Tvöfalt píanó með ljósasnúru, þröngur leðurgalli og flugeldar úr hönskum flytjendanna gera Rúmeníu að miklu stuðlagi. Áhorfendur klöppuðu fyrir og eftir og Paula lék sér að háu tónunum. Verður flott í kvöld með miklum eldi, meira að segja á píanóunum.

Slóvenía – Tvímælalaust og án efa leiðinlegasta lagið í keppninni og batnaði ekki við að sjá æfinguna. Rokkarinn og þjóðbúningadúkkan hafa þó bætt við einhverju smá leikriti sín á milli, en það gerir ekki neitt fyrir atriðið.

Írland – Það fór óstjórnlega í taugarnar á okkur að Niamh var stillt upp á pall sem kjóllinn hennar hylur. Þetta verður til þess að hún virkar risavaxin, og gerir það örugglega líka í sjónvarpinu. Hún söng greinilega til að spara röddina fyrir kvöldið því að lokatónninn var slæmur. Það var þó klappað fyrir henni og við skulum vona að allt gangi upp í kvöld. 

Búlgaría – Míró er með tvo karldansara bera að ofan og tvo kvendansara með vængi, allt mjög í takt við lagið. Af fatastíl hans að dæma er hann greinilega aðdáandi gríska guðsins Sakis. Hann kveinkaði sér þegar hann henti sér á hnén og haltraði út af sviðinu þannig að ekki má búast við miklum dansi frá honum í kvöld. Lagið var þó ágætlega flutt.

Kýpur – Það kom á óvart hversu mikið klapp Kýpur fékk því að líklegt er að Belgía hafi stolið frá þeim þeim atkvæðum sem svona lag fær. En söngvarinn var voða sætur og söng vel og allur flutningur til fyrirmyndar.

Króatía – Þær króatísku hefja sitt atriði á bekk en enda á rauðu hjarta á hjólum. Þær eru voða fínar og gætu leikið í Andersen og Lauth-auglýsingu. Flutningurinn óaðfinnanlegur en minna var um klapp en oft á æfingunni.

Georgía – Sofia hefur til liðs við sig tvo karldansara og einn kvendansara en svo dansar hún allan tímann sjálf. Stundum er það svolítið of mikið og dansararnir fipuðust dálítið. Lagið var þó vel sungið og getur komið vel út í sjónvarpinu. Mikill eldur fremst á sviðinu í lokin.

Tyrkland – Tyrkir ljúka kvöldinu með eldi og blikkljósum. Þeirra helsta gimmikk er tvíburasystir vélmennisins R2-D2 sem heldur í tvo stóra fána. Undir lok lagsins klæðir hún sig úr og dansar með söngvaranum. Uppskar mikið klapp.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s