Partý stemmning á miðvikudegi

Í júróvísjonlandi er partý alla daga. Eins og áður hefur verið sagt frá er hér í borg opinber klúbbur júróvísjonkeppninnar sem heitir Smuget ásamt því að aðdáendaklúbburinn Latter sem heldur partý öll kvöld núna í júróvísjonvikunni. Í gærkvöldi voru stór partý á báðum þessum klúbbum og vegna mikilla vinsælda tróð Hera upp á báðum stöðum. Allt um Júróvísjon fylgdi henni eftir og kannaði stemminguna í þessum partýum.

Leikurinn hófst á Smuget þar OGAE klúbbarnir stóðu fyrir árlegu partý sínu og kom þar fram fjöldi keppenda í ár. Kvöldið gekk þannig fyrir sig að fulltrúi frá OGAE í hverju landi fyrir sig kynnti sinn keppanda og sagði frá starfsemi síns klúbbs. Það var afar fróðlegt að heyra um starfsemi svona klúbba sem eru í mörgum löndum og telja félaga allt frá 15 manns og upp í 1000. Klúbbarnir eru líka starfandi mjög víða og skiptir engu máli þó landið þitt taki aldrei þátt í júróvísjon. Til dæmis er fimm ára gamall OGAE klúbbur með 15 meðlimi í Líbanon.

Fjöldinn allur af keppendum steig á stokk þetta kvöld og var það hinn ungi Josh frá Bretlandi sem steig fyrstu á stokk með lagið sitt That sounds good to me. Á eftir honum tróð hver listamaðurinn á fætur öðrum upp og fluttu framlög sín til keppninnar. Sumir sungu einnig nokkur önnur lög við mikinn fögnuð áheyrenda. Grikkinn Giorgos mætti á svæðið við gríðarlega mikinn fögnuð áheyranda og heillaði hann staðinn upp úr skónum ásamt hinum ofurhressu grísku dönsurum. Hinar finnsku þjóðlagasöngkonur létu einnig sjá sig og var sungið með af innlifin þrátt fyrir að langflestir skildu ekkert í textanum.

Það var gaman frá því að segja að formaður líbanska klúbbsins kynnt Heru til leiks. Hann var ekki hálfnaður með kynninguna þegar salurinn var farinn að hrópa nafn Heru hástöfum og ætlaði þakið af húsinu þegar hún steig loks á svið. Hera og bakraddirnar, Heiða, Erna Hrönn, Pétur, Kristján og Kristjana fluttu fjögur lög, fleiri en nokkur annar flytjandi. Fyrst fluttu þau Someday úr dönsku keppninni í fyrra, þá eigties slagarann Love trap og diskósveifluna Knock on wood og loks Je Ne Sais Quoi. Það eru ekki bara aðdáendur og blaðamenn sem virðast fíla Heru. Hressi moldavíski saxafónleikarinn dillaði mjöðmunum með Heru út í sal og spilaði á saxafóninn inn á milli.

Seinna partý kvöldsins var á Latter klúbbnum. Þar var NRK með partý sem bloggsystur okkar hér í Noregi í Good Evening Europe stóðu fyrir. Þar endurtók sagan sig þegar Hera steig á svið, þakið ætlaði af húsinu þegar hún flutti bæði Someday og Je Ne Sais Quoi. Partýið stóð hæst þegar Hera kom á svið og dó svolítið stemmningin eftir að hún fór.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s