Júró-nörd dagsins / Euro-nerd of the day!

Júró-nörd dagsins er Hreindís Ylfa Garðarsdóttir, söngkona sem keppti í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2009 og söng fallega lagið Vornótt.

1. Hvert telur þú vera besta Júróvísjonlag allra tíma? Úff, svo mörg sem koma til greina. En til að nefna einhver þá er Waterloo (Svíþjóð 1974) alltaf snilld. Ég held líka upp á All Kinds of Everything (Írland 1970), Neka Mi Ne Svane (Króatía 1998), Fångad av en stormvind (Svíþjóð 1991) og Non Ho L’Etá (Ítalía 1964). Og svo mörg önnur líka, t.d. All Out of Luck (Ísland 1999) – íslensku lögin auðvitað kapítuli útaf fyrir sig… nú er ég hætt, alltof erfið spurning! NÆSTA!

2. Hvert er uppáhaldslagið þitt í keppninni í ár? Mín skoðun á þessum lögum á eftir að breytast svona þrisvar á dag fram að keppninni sjálfri, sérstaklega núna þegar maður fer að heyra flyrjendurnar live á æfingunum…en akkúrat núna finnst mér Danmörk og Ísrael flott, Þýskaland og Noregur að gera frekar góða hluti líka. En lög sem eru klárlega ekki á topplistanum mínum: Holland og Makedónía…ekkert að frétta þar!

3. Hver er uppáhalds Júróvísjon-flytjandinn þinn? Það verða að vera þrjár drottningar sem deila þessum heiðri – Selma, Regína og Carola hin sænska!

4. Áttu þér einhverjar Júróvísjon-hefðir? Ja… engar sérstakar held ég… ég fer aldrei í Eurovision-partý fyrr en keppnin sjálf er búin, verð að geta hlustað og einbeitt mér að keppninni. Við mamma horfum alltaf saman, ætli það sé ekki bara hefðin…ég verð reyndar í ristastóru partýi núna en við mæðgur höldum til Osló mánudaginn 24. maí til að hvetja Heru í salnum á keppninni sjálfri. Þ.e.a.s. ef Guð, lukka, eldfjall og aska leyfa. Mjög spennandi og gaman, alveg „a dream come true“! Svo er hefð hjá mér að fylgjast með ýmsum forkeppnum, t.d. í Svíþjóð, Noregi og Danmörku, stundum Finnlandi þegar ég endist yfir finnskunni haha!

5. Hvenær horfðiru í fyrsta skipti á Júróvísjon? Ég á Eurovision-óða mömmu þannig að ég hef sennilega alltaf horft… Það er t.d. til alveg yndislegt myndband af mér 1. árs að rokka við Eitt lag enn sem var uppáhalds lagið mitt þegar ég var barn. En fyrsta keppnin sem ég man eftir er 1995, þegar Bjöggi keppti fyrir Ísland.

6. Lýstu Júróvísjon í þremur orðum. Eðalskemmtun, tónlistarhrærigrautur og GLAMÚR!
_________________________________________________________________________________________________________

Euro-nerd of the day is Hreindís Ylfa Garðarsdóttir, singer of the beautiful song from Söngvakeppni Sjónvarpsins 2009, Vornótt.

1.  What is your all time favorite Eurovision song? Oh, they are so many. To name a few there are Waterloo (1974), All kinds of everything (1970), Neka Mi Ne Svane (1998), Fangad av en stormvind (1991) and Non Ho L’Etá (1964). Also many of the Icelandic ones, such as Selmas All Out of Luck (1999).

2. What is your favorite song this year? I change my mind at least three times a day until the contest itself, ecspecially when you hear the songs live in rehearsals. But now I like Denmark and Israel and also Germany and Norway. My least favorites are The Netherlands and FYR Macedonia.

3. Who is your all time favorite performer? There are three queens that share the title of my best performer – Selma, Regína Ósk and the Swedish Carola!

4. Do you have any special Eurovision traditions?  No, no special traditions. I never go to a party until after, I want to concentrade and really listen to the songs. Me and my mother are used to watch together and this year we are going to Oslo to support Hera! Very exciting! I also watch some of the nationals in Scandinavia.

5. When did you watch ESC for the first time? My mother is a big Eurovision fan so I have watched the competition since I was a baby. I have a video of myself at the age of 1 rocking to Eitt lag enn which was my favorite as a child. The first contest I remember was in 1995, when Bo Halldors went for Iceland.

6. Describe Eurovision in three words! Quality-entertainment, music-mixture and GLAMOUR!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s