Guri og Astrid frá Good evening, Europe!

 

Við höfum áður minnst á skemmtilegt Eurovision-blogg frá norsku stúlkunum Astrid og Guri, þið getið fundið linkinn hér hægra megin. Þær eru með pínu svartan húmor og hafa mestan áhuga fyrir strákunum í keppninni þannig að það ætti að höfða vel til Íslendinga, a.m.k. stelpnanna 🙂

Við rákumst á þær á Euro-klúbbnum og spjölluðum aðeins við Astrid. Hún sagði að síðan þeirra væri tiltölulega ný af nálinni og þær hafi formlega sett hana á fót í mars sl. Eftir það hafi hún vaxið og þær fengið sífellt fleiri og fleiri heimsóknir. Nú eru þær í samstarfi við NRK að standa fyrir uppákomum í Osló í Eurovision-vikunni. Svo sannarlega ævintýri fyrir Eurovision-aðdáendur!

Þær vinkonur kynntust í háskólanum í Bergen þar sem sameiginlegur áhugi á keppninni varð til þess að þær skipulögðu Eurovision-partí. Nú býr Guri í Osló en Astrid í Bergen en kom hingað til að vera viðstödd hátíðahöldin í Osló.

Þegar við spurðum þær út í undankeppnina á þriðjudag sögðu þær að það hefði verið skrítið hvað Finnunum gekk illa miðað við stemminguna í salnum. Þær sögðu það alveg rétt að Norðurlandaþjóðirnar standi alltaf saman og það sé ekkert að því að hafa enn eina kosningablokkina, bara verst að hún skuli ekki vera stærri! Þær sögðu stemminguna fyrir íslenska og danska laginu vera áberandi mikla núna og að sjálfsögðu fengi Svíþjóð sín stig frá Norðmönnum!

Astrid sagði að þær hefðu ekki haft mikið álit á Heru og íslenska laginu áður en Eurovision hófst en eftir að hafa séð hana á sviði og fundið kraftinn frá henni og hópnum sé lagið orðið eitt af þeirra uppáhalds. Norðmenn myndu bókað gefa Íslendingum 12 stig!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s