Aðdáendaklúbbar Eurovision um víða veröld!

Við duttum í lukkupottinn í dag þegar við ræddum við Roy van der Merwe, sem er forseti alþjóðlega Eurovision-aðdáendaklúbbsins. Í flestum Evrópulöndum er opinber aðdáendaklúbbur fyrir Eurovision-aðdáendur (OGAE, eða National Eurovision Fanclubs og uppá frönsku Organisation Générale des Amateurs de’l Eurovision). En einnig er til aðdáendaklúbbur fyrir restina af heiminum sem heitir OGAE Rest of the World eða OGAE International 🙂

Roy sagði okkur frá starfinu sem forseti OGAE International en hann er frá Suður-Afríku. Þar er klúbburinn nokkuð stór og einn helsti drifkrafturinn er að endurflytja og endurhljóðsetja vinsæl Eurovision-lög á þjóðtungunni afrikaans. Roy stendur því í ströngu við að fylgjast með Eurovision-keppnum og ber svo fagnaðarerindið heim til ungra suður-afrískra listamanna sem gera sínar útgáfur af lögunum. Hann segir að miklu skipti að lagið hafi sterka melódíu og ungir og upprennandi listamenn velji oft að gera sínar nútímalegu og poppuðu útgáfur af gömlum klassískum smellum. Á þennan hátt getur Roy í fararbroddi OGAE markaðssett Eurovision í Suður-Afríku – af öllum stöðum!

Einn þessara listamanna, Lee Scott, mætti með Roy hingað til Oslóar og söng sína útgáfu af norska sigurlaginu í fyrra, Fairytale, sem heitir Wunderland. Þessi sami strákur hefur líka sungið útgáfu af Is it true? með henni Jóhönnu Guðrúnu og heitir það lag Koebaai. Við vorum svo heppnar að Lee gaf okkur áritað eintak!

Roy gaf okkur líka eintak af safndisk sem OGAE Rest of the World gaf út í ár þar sem einblínt var á Norðurlöndin. Þar er eitt íslenskt lag, Heaven með Jónsa en langflest lögin eru sænsk.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s